Fréttir

Starfsdagar RML 22.-24. febrúar

Nú standa yfir starfsdagar RML sem eru einskonar vinnufundur starfsmanna. Á starfsdögum koma allir starfsmenn fyrirtækisins saman og vinna að ýmsum verkefnum tengdum starfinu og þróun fyrirtækisins. Það sem helst er á dagskrá að þessu sinni er stefnumótun RML og markaðsmál. Starfsdagarnir standa yfir 22.-.24. febrúar og því verður erfitt að ná beinu sambandi við starfsfólk á þessum tíma.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar 2017

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni nú í nýliðnum janúar hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu eftir hádegið þ. 13. febrúar, höfðu skýrslur borist frá 568 búum. Reiknuð meðalnyt 24.688,4 árskúa á þessum búum, var 6.057 kg á síðustu 12 mánuðum. Meðalfjöldi árskúa á búunum sem tölum hafði verið skilað frá á fyrrnefndum tíma, var 43,5 á tímabilinu.
Lesa meira

Fréttir af FEIF-þingi

Ársfundur FEIF (alþjóðasamtaka Íslandshestafélaga) var haldinn 3.- 4. febrúar og að þessu sinni í Finnlandi. Fjölmargir fulltrúar frá aðildarlöndum FEIF sóttu fundinn og þótti hann takast vel. Á aðalfundi FEIF og einnig á sérstökum fundi ræktunarleiðtoga FEIF-landanna var rætt um fjölmörg atriði er varða ræktunarmál; m.a. skipulag kynbótasýninga, nafngiftir hrossa og nýjar vinnureglur við kynbótadóma sem taka gildi strax í vor.
Lesa meira

Sýning kynbótahrossa - Alþjóðlegt námskeið á vegum FEIF

Alþjóðlegt námskeið á vegum FEIF fyrir þjálfara og sýnendur kynbótahrossa verður haldið að Skeiðvöllum í Landssveit dagana 4. til 7. apríl í vor. Námskeiðið er ætlað fólki á aldrinum 18–30 ára sem hefur reynslu af þjálfun og/eða sýningu kynbótahrossa og hefur áhuga á frekari menntun og þjálfun á því sviði. Markmiðið er einnig að gefa ungum sýnendum kost á að skiptast á skoðunum og fræðast af samherjum á líkum aldri. Hámarksfjöldi þátttakenda eru þrír aðilar frá hverju FEIF landi.
Lesa meira

DNA-sýnataka og örmerkingar

Nú er rétti tíminn til að láta taka DNA-sýni og örmerkja folöld en öll folöld eiga að vera merkt fyrir 10 mánaða aldur. Frítt er að grunnskrá folöld til 1. mars nk. en eftir þann tíma kostar grunnskráningin 2.500 kr. Halla Eygló Sveinsdóttir ráðunautur hjá RML verður á ferð um Suðurland að taka DNA-sýni og örmerkja næstu vikur, endilega hafið samband og pantið í síma 516-5024 / 8631803 eða í gegnum netfangið halla@rml.is. Hún getur einnig kíkt á unghross ef óskað er eftir því. Verðskrá RML er að finna hér á heimasíðunni eða í tengli hér að neðan.
Lesa meira

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2016

Góð þátttaka var í afkvæmarannsóknum síðastliðið haust en 82 bú uppfylltu skilyrði afkvæmarannsókna. Meðal skilyrða var að hver hrútur þyrfti að hafa, að lágmarki, kjötmatsupplýsingar fyrir 15 afkvæmi og líflambadóma fyrir 8 afkvæmi af sama kyni. Skilyrði að í samanburðinum séu að lágmarki 5 hrútar og þar af 4 veturgamlir, en styrkur er eingöngu greiddur á veturgömlu hrútana.
Lesa meira

Heimarétt WorldFengs

Eins og fram hefur komið á forsíðu WF voru skýrsluhaldsskil dræm fyrir áramótin en heldur hefur nú ræst úr síðan þá. Margir lentu t.d. í basli með fangskráningu en þökk sé góðum ábendingum frá notendum hafa nú verið gerðar nokkrar breytingar á kerfinu, þannig vonandi er það aðgengilegra.
Lesa meira

Ársuppgjör - niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2016

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2016 hafa verið reiknaðar og birtar hér á vef okkar. Hér á eftir verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu. Þeir framleiðendur sem skiluðu upplýsingum um afurðir kúa sinna á nýliðnu ári voru 575 en á árinu 2015 voru þeir 580. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 24.999,2 árskýr skiluðu 6.129 kg nyt að meðaltali. Það er afurðaaukning um 278 kg frá árinu 2015
Lesa meira

Áburðaráætlanir

Áburðarkaup eru einn stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri kúa- og sauðfjárbúa. Áburðarsalar hafa nú birt framboð og verð á tilbúnum áburði og er mikil verðlækkun á áburði milli ára. Senn líður að því að bændur þurfi að ganga frá áburðarpöntun fyrir vorið. Hjá ráðunautum RML í jarðrækt er annríki þessa dagana í vinnu við áburðarráðgjöf og gerð áburðaráætlana fyrir bændur.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi RML

Undanfarið hafa nokkrir nýir starfsmenn hafið störf hjá RML. Í október hóf Harpa Birgisdóttir störf sem almennur ráðunautur. Starfsstöð Hörpu er á Blönduósi og hægt er að ná í hana í síma 516 5048 eða í gegnum netfangið harpa@rml.is. Nú um áramótin hófu tveir nýir starfsmenn störf.
Lesa meira