Fréttir

Reiknivél fyrir kúa- og sauðfjárbændur

Breytingar á búvörulögum voru samþykktar 13. september 2016, þar eru ekki gerðar efnislegar breytingar á búvörusamningunum sem samþykktir voru síðastliðið vor, heldur er kveðið skýrt á um að samningurinn skuli endurskoðaður á samningstímanum. Sú endurskoðun hefjist nú þegar og verði lokið eigi síðar en árið 2019. Rétt er að geta þess að enn á eftir að útfæra einstaka liði samninganna, verklagsreglur og/eða reglugerðir.
Lesa meira

Rafrænir reikningar - lambadómar og fjárbækur

Reikningar vegna lambadóma verða sendir út rafrænt. Það mun stofnast krafa í heimabanka viðkomandi en reikningur er þar aðgengilegur undir rafrænum skjölum. Þá munum við einnig senda afrit í tölvupósti. Með því að senda reikningana rafrænt spörum við pappír og sendingarkostnað auk þess sem það er mun umhverfisvænna.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í september 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni nú í september hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um þrjúleytið síðdegis þ. 11. október, höfðu skýrslur borist frá 89% af þeim búum sem skráð voru til þátttöku en þau voru samtals 571. Reiknuð meðalnyt 22.860,3 árskúa á þessum 89% búanna, var 6.195 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Könnun á Bændatorgi

Þökkum góð viðbrögð frá bændum en nú fer hver að verða síðastur að taka þátt því lokað verður fyrir könnunina þriðjudaginn 11.október. Hvetjum þá bændur sem enn eiga eftir að taka þátt að gera það núna. Að svara nokkrum krossaspurningum tekur ekki langan tíma en þá hefur þú tekið þátt í að marka framtíðarsýn RML.
Lesa meira

Heiðursverðlaunahryssur 2016

Hið alþjóðlega kynbótamat fyrir íslensk hross var reiknað og uppfært nú í lok september. Hvað afkvæmahryssurnar varðar kom í ljós að níu hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár en lágmörk til þeirra verðlauna eru að að minnsta kosti fimm dæmd afkvæmi og 116 stig í kynbótamati aðaleinkunnar.
Lesa meira

Fleiri reynd naut úr 2010 árgangnum

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum þann 29. september að setja sjö naut úr 2010 árgangnum í notkun sem reynd naut til viðbótar þeim sem áður voru komin til notkunar. Þessi sjö naut eru Kústur 10061 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi, Lúður 10067 frá Brúnastöðum í Flóa, Sólon 10069 frá Bessastöðum á Heggstaðanesi, Dropi 10077 frá Fossi í Hrunamannahreppi, Neptúnus 10079 og Úranus 10081 frá Hvanneyri í Andakíl og Úlli 10089 frá Dæli í Fnjóskadal.
Lesa meira

Bændur hvattir til að taka þátt í að marka framtíðarsýn RML

Í byrjun september opnaðist könnun inni á Bændatorginu fyrir bændur að taka þátt í. Þessi könnun er liður í stefnumótunarvinnu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins sem hófst með umræðum á Búnaðarþingi í vor. RML er eins og bændur vita í eigu þeirra sjálfra sem dótturfélag Bændasamtaka Íslands.
Lesa meira

Skráning á uppskeru í Jörð.is

Í dag, 21. september, hefur verið skráð að hluta eða öll uppskera ársins 2016 á 169 búum í Jörð.is. Skráð uppskera af túnum er u.þ.b. 26.600 tonn/þe og ef við reiknum með að meðal uppskera af hektara sé um 3500 kg/þe þá er búið að skrá uppskeru á um 7500 hektara. Á meðfylgjandi mynd má sjá uppskerumagn eftir því í hvaða viku sláttur fór fram.
Lesa meira

Sigurður Guðmundsson kominn til starfa

Sigurður Guðmundsson hefur hafið störf hjá RML. Hann mun starfa sem rekstrarráðunautur og verður starfsstöð hans á Hvanneyri. Hægt er að ná í Sigurð í síma 5165040 eða í gegnum netfangið sg@rml.is.
Lesa meira

Nú þarf að merkja alla nautgripi

Við viljum vekja athygli umráðamanna nautgripa á að reglugerð um merkingar búfjár hefur breytt á þann veg að að 2. málsgrein 6. greinar hefur verið felld brott. Málsgreinin hljóðaði þannig: Kálfar, sem slátrað er innan 20 daga frá fæðingu, skulu fluttir beint frá búinu í sláturhús og auðkenndir þannig að númer móður sé gefið upp við slátrun. Þetta þýðir að merkja verður alla kálfa sem fæðast lifandi í bæði eyru innan 20 daga frá fæðingu hvort sem að þeim er slátrað nýfæddum eða þeir settir á til lífs.
Lesa meira