Fréttir

Tilkynning vegna viðveru á starfsstöð RML á Akureyri í sumar

Vegna sumarleyfa starfsmanna og framkvæmda að Óseyri 2, þá verður ekki föst viðvera á starfsstöðinni á Akureyri frá 28. júní til 5. ágúst. Á meðan á þessu stendur biðjum við viðskiptavini okkar vinsamlegast að senda öll skýrsluhaldsgögn og DNA sýni til RML, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes. Ef upp koma mál sem ekki þola bið þá vinsamlega hringið í aðalnúmer RML 516-5000 eða sendið póst á netfangið rml@rml.is. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi röskun getur valdið.
Lesa meira

Nýtt kynbótamat

Nýtt kynbótamat var reiknað fyrir íslenska hestinn síðustu helgi og var það birt nú á mánudagsmorgni. Þegar Landsmót er haldið er nýtt kynbótamat iðulega reiknað til að hafa nýjar niðurstöður til að byggja röðun afkvæmahesta á. Alls bættust við frá vorinu 1.520 dómar frá sex löndum. Alls byggir kynbótamatið nú á 37.416 fullnaðardómum og því ljóst að árlega bætast við verðmætar upplýsingar sem styrkja grunn kynbótamatsins.
Lesa meira

Erfðaorsakir kálfadauða

Nú er í gangi rannsókn þar sem verið er að kanna hvort gen eða einhverjir erfðaþættir valdi kálfadauða í íslenska kúastofninum. Mikilvægur liður í rannsókninni er að fá sýni úr kálfum sem sannanlega fæðast dauðir. Nokkur sýni hafa náðst í vetur en þörf er á fleiri og því er óskað eftir aðstoð bænda. Við biðlum því til ykkar með að taka sýni úr þeim kálfum sem fæðast dauðir og eru undan sæðinganautum. Sýnið er tekið þannig að klipptur er bútur af öðru eyra kálfsins og settur í poka sem merkja þarf með burðardegi og númeri móður. Sýnið er síðan geymt í frysti.
Lesa meira

Kynbótahross á Landsmóti 2024

Þá er stórskemmtilegu dómavori að ljúka og að verða ljóst hvaða hross vinna sér inn þátttökurétt á Landsmóti. Á forsíðu WorldFengs má sjá „Sýningarskrá fyrir Landsmót 2024“ en þar kemur fram hvaða hross komast inn á Landsmót þegar yfirlitssýningum lýkur föstudaginn 21 júní. Ef fleiri en eitt hross eru jöfn í síðasta sæti inn á mótið (til dæmis fleiri en ein hryssa í 15. sæti í flokki 7 vetra og eldri hryssna) þá er þeim öllum heimil þátttaka á mótinu.
Lesa meira

Yfirlitssýningar á Rangárbökkum, Hólum og Selfossi á morgun 21. júní

Röð hrossa á yfirlitssýningum morgundagsins á Rangárbökkum, Hólum og á Selfossi hafa allar verið birtar. Sýningarnar hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið. 
Lesa meira

Yfirlit á kynbótasýningu í Spretti 20. júní

Yfirlitssýning í Spretti fer fram fimmtudaginn 20. júní og hefst stundvíslega kl. 08.00
Lesa meira

Skráningar á miðsumarssýningar 2024

Opnað verður á skráningar á miðsumarssýningar mánudaginn 24 júní kl. 9:00. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML www.rml.is en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna á heimasíðu RML.
Lesa meira

Umsóknir vegna kaltjóna

Vegna þess kaltjóns sem orðið hefur víða á Norður og Austurhelmingi landsins er bændum bent á að skoða vel það verklag sem Bjargráðasjóður óskar eftir að verði viðhaft við mat á tjóni. Bjargráðasjóður hefur samþykkt verklag sem verður viðhaft við afgreiðslu styrkumsókna vegna kaltjóna á Norður- og Austurlandi vorið 2024. Hlekk á verklagsreglurnar má finna hér. Á heimasíðu Bjargráðasjóðs hefur verið settur hlekkur inn á Bændatorgið, en umsóknir um styrk þurfa að fara þar í gegn.   Ráðunautar RML geta aðstoðað við gerð umsóknar  en bent skal á að samkvæmt reglum sjóðsins þá bera bændur þann kostnað sem getur orðið vegna umsóknar í sjóðinn.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Hólum 14. júní - hollaröðun

Hér má sjá hollaröðun fyrir yfirlitssýningu á Hólum, föstudaginn 14.júní. Sýningin hefst stundvíslega kl. 08:00
Lesa meira

Yfirlit á kynbótasýningu í Spretti 14. júní

Yfirlitssýningin í Spretti fer fram föstudaginn 14. júní og hefst kl. 08.00 Hollaröð má nálgast hér á heimasíðunni undir Röðun hrossa á kynbótasýningum.
Lesa meira