Erfðaorsakir kálfadauða

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki á neinn hátt.
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki á neinn hátt.

Nú er í gangi rannsókn þar sem verið er að kanna hvort gen eða einhverjir erfðaþættir valdi kálfadauða í íslenska kúastofninum. Mikilvægur liður í rannsókninni er að fá sýni úr kálfum sem sannanlega fæðast dauðir. Nokkur sýni hafa náðst í vetur en þörf er á fleiri og því er óskað eftir aðstoð bænda.

Við biðlum því til ykkar með að taka sýni úr þeim kálfum sem fæðast dauðir og eru undan sæðinganautum. Sýnið er tekið þannig að klipptur er bútur af öðru eyra kálfsins og settur í poka sem merkja þarf með burðardegi og númeri móður. Sýnið er síðan geymt í frysti.

Ástæða þess að einkum er horft til afkvæma sæðinganauta er sú að þar með er til arfgreining á föður kálfsins. Með því móti eru meiri líkur á að kortleggja megi einstök gen eða genasamsætur sem gætu tengst eða valdið kálfadauða. 

Tilkynnið um sýni til undirritaðs og við finnum sameiginlega lausn á því hvernig við nálgumst sýnin.

Guðmundur Jóhannesson, mundi@rml.is