Fréttir

Ráðunautur í jarðrækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir starfsmanni sem gæti sinnt fjölbreyttu þróunar- og ráðgjafarstarfi á sviði jarðræktar, fóðrunar og umhverfismála. Starfs- og ábyrgðarsvið: Þátttaka í ráðgjafateymum RML sem sinna jarðræktar-fóðrunar og umhverfismálum, vinna við almennar leiðbeiningar í jarðrækt og á útiræktuðu grænmeti, ráðgjöf í jarðvinnslu, áburðargjöf, val á yrkjum og þróun og sala á ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við aðra starfsmenn RML og önnur verkefni s.s. líkanagerð í excel og þróunarverkefni.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn júní

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar yfir síðustu 12 mánuði, þegar júní hefur runnið sitt skeið, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað undir hádegi þann 12. júlí. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 448 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 118 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.484,3 árskúa á búunum 448 var 6.525 kg. eða 6.565 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) á uppgjörstímabilinu. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum 448 búum var 54,7.
Lesa meira

Eru öll DNA sýni farin í greiningu? Af stöðu greininga og prentun haustbóka

Góður gangur hefur verið í arfgerðargreiningum hjá Íslenskri erfðagreiningu í vor og sumar. Frá 1. apríl hafa bændur sent inn um 49.000 sýni úr kindum (aðalega lömbum) til að fá greiningu á arfgerðir m.t.t. riðumótstöðu. Þegar liggja fyrir niðurstöður fyrir um 29.000 sýni og því um 20.000 sýni sem nú eru í vinnslu.
Lesa meira

Röðun hrossa á Rangárbökkum 22.-26. júlí

Hollaröðun fyrir kynbótasýningu á Rangárbökkum 22. til 26. júlí er tilbúin og hefur verið birt hér á vefnum. Alls eru 128 hross skráð. Mælingar hefjast mánudaginn 22. júlí kl. 7:50 og mikilvægt að sýnendur mæti tímanlega.  
Lesa meira

Skráningar á síðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á síðsumarssýningar mánudaginn 15. júlí kl. 9:00. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna á heimasíðu RML. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvaða sýningarstaðir eru í boði og lokaskráningardag á hverja sýningu en skráningu þarf að vera lokið á miðnætti þess dags. Ef sýning fyllist lokast sjálfkrafa á sýninguna þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn. Eigandi/umsjónamaður hrossins verður þá að velja aðra sýningu.
Lesa meira

Skráningarfrestur á Miðsumarssýningu á Rangárbökkum 22.-26. júlí - framlengdur til 12. júlí

Skráningarfrestur á Miðsumarssýningu á Rangárbökkum vikuna 22. til 26. júlí hefur verið framlengdur til miðnættis föstudagsins 12. júlí. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5000 eða senda tölvupóst á netfangið rml@rml.is. Skráning fer fram í gegnum heimasíðu okkar á þessum hlekk:
Lesa meira

Lambadómar haustið 2024

Móttaka á pöntunum á lambadómum er nú hafin. Best er að bændur panti sjálfir í gegnum heimasíðu RML (sjá tengil á forsíðu) en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntunina niður. Eindregið er óskað eftir því að bændur panti fyrir 20. ágúst svo skipuleggja megi þessa vinnu með sem hagkvæmustum hætti. Ef ekki liggur fyrir í hvaða viku á að skoða lömbin upp úr miðjum ágúst er vakin athygli á því að hægt er að panta lambaskoðun án þess að panta ákveðna viku. Þeir bændur og skipuleggjendur verða þá í samráði með tímasetningu í framhaldinu og skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni.
Lesa meira

Tilkynning vegna viðveru á starfsstöð RML á Akureyri í sumar

Vegna sumarleyfa starfsmanna og framkvæmda að Óseyri 2, þá verður ekki föst viðvera á starfsstöðinni á Akureyri frá 28. júní til 5. ágúst. Á meðan á þessu stendur biðjum við viðskiptavini okkar vinsamlegast að senda öll skýrsluhaldsgögn og DNA sýni til RML, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes. Ef upp koma mál sem ekki þola bið þá vinsamlega hringið í aðalnúmer RML 516-5000 eða sendið póst á netfangið rml@rml.is. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi röskun getur valdið.
Lesa meira

Nýtt kynbótamat

Nýtt kynbótamat var reiknað fyrir íslenska hestinn síðustu helgi og var það birt nú á mánudagsmorgni. Þegar Landsmót er haldið er nýtt kynbótamat iðulega reiknað til að hafa nýjar niðurstöður til að byggja röðun afkvæmahesta á. Alls bættust við frá vorinu 1.520 dómar frá sex löndum. Alls byggir kynbótamatið nú á 37.416 fullnaðardómum og því ljóst að árlega bætast við verðmætar upplýsingar sem styrkja grunn kynbótamatsins.
Lesa meira

Erfðaorsakir kálfadauða

Nú er í gangi rannsókn þar sem verið er að kanna hvort gen eða einhverjir erfðaþættir valdi kálfadauða í íslenska kúastofninum. Mikilvægur liður í rannsókninni er að fá sýni úr kálfum sem sannanlega fæðast dauðir. Nokkur sýni hafa náðst í vetur en þörf er á fleiri og því er óskað eftir aðstoð bænda. Við biðlum því til ykkar með að taka sýni úr þeim kálfum sem fæðast dauðir og eru undan sæðinganautum. Sýnið er tekið þannig að klipptur er bútur af öðru eyra kálfsins og settur í poka sem merkja þarf með burðardegi og númeri móður. Sýnið er síðan geymt í frysti.
Lesa meira