Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Móttaka á pöntunum á lambadómum er nú hafin. Best er að bændur panti sjálfir í gegnum heimasíðu RML (sjá tengil á forsíðu) en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntunina niður.
Eindregið er óskað eftir því að bændur panti fyrir 20. ágúst svo skipuleggja megi þessa vinnu með sem hagkvæmustum hætti. Ef ekki liggur fyrir í hvaða viku á að skoða lömbin upp úr miðjum ágúst er vakin athygli á því að hægt er að panta lambaskoðun án þess að panta ákveðna viku. Þeir bændur og skipuleggjendur verða þá í samráði með tímasetningu í framhaldinu og skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni.
Pantanir sem berast fyrir 20. ágúst njóta forgangs við niðurröðun og þeir sem panta síðar geta mögulega lent í verri stöðu með að fá lambaskoðun á þeim tíma sem þeir óska helst eftir. Síðasti dagur sem hægt er að panta vinnu við lambadóma er föstudagurinn 18. október. Pantanir vegna vinnu við lambadóma dagana 14.–18. október þurfa að berast í allra síðasta lagi fimmtudaginn 10. október og verður pöntunarforminu lokað í lok þess dags. Semja þarf sérstaklega við skipuleggjendur lambadóma á hverju svæði um vinnu sem óhjákvæmilegt er að hafa utan tímabilsins 2. september til 18. október. Mikilvægt að fá þær óskir eins tímalega og kostur er.
Skipulag lambadóma á komandi hausti verður í höndum eftirtalinna starfsmanna:
Sjá nánar:
Panta sauðfjárdóma
/okg