Fréttir

Nokkur atriði tengd slætti

Það er alltaf mikilvægt að vanda val sláttutíma, ekki síst við fyrsta slátt sem yfirleitt er að gefa verðmætasta gróffóðrið. Þar ræður mestu fyrir hvaða gripi er verið að heyja og hvaða væntingar eru um magn heyja og gæði þeirra. Hey fyrir mjólkurkýr þurfa að hafa hátt orkugildi og vera hæfilega próteinrík en innihalda jafnframt nægilega mikið af tréni til að tryggja gott vambarheilbrigði kúnna. Miða má við til að fá gott hey fyrir mjólkurkýr að slá vallarfoxgras þegar það byrjar að skríða.
Lesa meira

Hvað er gott að hafa í huga við val á íblöndunarefnum í votheysverkun?

Þegar verið er að hugsa um að nota íblöndunarefni þá þarf að spyrja sig hvað við viljum fá út úr íblöndunarefninu. Er einungis verið að leitast eftir góðri votheysverkun þar sem markmiðið er að bæta gerjun með því að lækka sýrustig hratt? Eða viljum við að heyið geymist lengur eftir að rúllan eða stæðan er opnuð aftur? Eða viljum við bæta fóðurgæðin, því íblöndunarefni geta einnig aukið lystugleika fóðurs, semsagt gert gott fóður betra.
Lesa meira

Fyrstu niðurstöður úr rekstri sauðfjárbúa 2022

Nú liggur fyrir bráðabirgðauppgjör 70 sauðfjárbúa sem eru þátttakendur í verkefninu „Betri gögn – bætt afkoma“. Að baki þessum gögnum er framleiðsla á tæplega 740 tonnum dilkakjöts haustið 2022 sem endurspeglar um 10% af landsframleiðslu ársins. Meðalbústærð þessara búa er um 490 vetrarfóðraðar ær.
Lesa meira

Fréttir af fundum riðusérfræðinga á Íslandi

Dagana 19. til 23. júní var haldinn fundur í alþjóðlegu verkefni sem snýst um rannsóknir á riðuveiki á Íslandi. Þátttakendur í þessu verkefni eru sérfræðingar sem koma frá 5 löndum auk Íslands en fundinn sóttu 14 erlendir sérfræðingar. Þeir komu frá Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Þýskalandi. Þar að auki eru fjórir Íslenskir þátttakendur, en það eru þau Karólína Elísabetardóttir, Hvammshlíð, Stefanía Þorgeirsdóttir og Vilhjálmur Svansson frá Keldum og Eyþór Einarsson frá RML.
Lesa meira

Notendakönnun Huppu

Notendakönnun Huppu hefur nú verið sett í loftið. Könnunin er aðgengileg öllum þeim sem hafa virka áskrift að forritinu. Til að taka þátt í könnuninni þarf að skrá sig inn í Huppu og smella á hlekk sem er í frétt á forsíðunni. Með könnunnuninni langar okkur að fá betri yfirsýn yfir notkun bænda á forritinu og hvaða áherslur þeir vilja helst sjá varðandi áframhaldandi þróun á því. Við hvetjum alla notendur Huppu til koma sínum sjónarmiðum á framfæri með því að taka þátt í könnuninni og þannig aðstoða okkur að gera forritið betra. 
Lesa meira

Framlengdur skráningarfrestur á Fjórðungsmót á Stekkhólma - til miðnættis 2. júlí

Frestur til skráninga á kynbótasýningu á Fjórðungsmóti á Stekkhólma hefur verið framlengdur til miðnættis sunnudagsins 2. júlí. Stefnt er að því að dæma fimmtudaginn 6. júlí og yfirlit á föstudeginum 7. júlí.
Lesa meira

Síðasti skráningardagur á kynbótasýningu FM2023 - sunnudaginn 25. júní.

Síðasti skráningardagur á kynbótasýninguna sem verður í tengslum við Fjórðungsmótið á Stekkhólma er á miðnætti sunnudaginn 25. júní. Skráning og greiðsla fer fram hér á heimasíðu RML. Reiknað er með að dæmt verið dagana 5. og 6. júlí og yfirlitssýning verði föstudaginn 7. júlí.
Lesa meira

Röð hrossa á yfirliti á Rangárbökkum 23. júní

Yfirlit síðustu viku vorsýninga á Rangárbökkum fer fram föstudaginn 23. júní og hefst stundvíslega kl. 09:00. Röð hrossa má nálgast í gegnum tengil hér neðar. Áætluð lok sýningar um kl. 14:50-15:05. (Ath. reiknað er með að hvert holl taki um 13,5mín. í keyrslu).
Lesa meira

Röð hrossa á yfirliti á Selfossi 22. júní

Hér að neðan má nálgast hollaröð fyrir yfirlitssýningu á Selfossi, fimmtudaginn 22. júní. Yfirlitið hefst stundvíslega kl. 8:00 og áætluð lok eru um kl. 13:00.
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti - Hólar seinni vika

Hér má sjá hollaröðun á yfirlitssýningu kynbótahrossa sem fer fram á Hólum fimmtudaginn 22.06.2023. Sýningin hefst stundvíslega kl. 8:30
Lesa meira