Fréttir

Auður Ingimundardóttir komin aftur til starfa - viðvera á starfsstöð RML á Blönduósi

Nú er Auður Ingimundardóttir komin aftur til starfa á starfsstöðinni á Blönduósi eftir fæðingarorlof. Í september og október er hún mikið úti við í haustverkum og viðvera á skrifstofunni því óregluleg. Hægt er að skilja eftir gögn til Auðar í póstkassa í anddyri hússins að Húnabraut 13. Þá er hægt að hafa samband við hana í síma 616-9130 eða á netfangið audur@rml.is Einnig er hægt að hafa samband í aðalnúmer RML 516-5000.
Lesa meira

Jarðræktarskýrsluhald 2023 – Síðasti rafræni skiladagur er 2. október

Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti mánudaginn 2. október. Þeir sem þurfa aðstoð við skráningar eða túnkortagerð þurfa að hafa samband við RML sem fyrst svo hægt verði að tryggja skil á réttum tíma. Þegar búið er að skrá ræktun, uppskeru og áburðargjafir þessa árs er farið í „Skýrslur“ í Jörð og þar valið „Skrá skýrslu“. Ef upp koma athugasemdir þarf að skoða hvort að gleymst hefur að skrá eitthvað. Ef upp koma rauðar athugasemdir verður að lagfæra þær áður en hægt er að skila skýrslu í Jörð.
Lesa meira

Aukakynbótamatskeyrslur yfir sláturtíðina 2023

Nú er hafinn einn af háanna tímum sauðfjárræktarinnar. Á næstu vikum er verið að smala, vigta, slátra og ákveða ásetning næsta árs. Því viljum við rifja upp og minna á nokkur atriði. Aukakynbótamatskeyrslur í september og október: Það verða keyrðar tvær aukakynbótamatskeyrslur yfir sláturtíðina 2023. Gögn sem rata tímanlega inn í Fjárvís um sláturmat, fallþunga og lífþunga lamba 2023 ásamt mælingum á ómvöðva og ómfitu úr lambadómum verða notuð til að uppfæra kynbótamat gripa fyrir: Gerð, ómvöðva, fitu, ómfitu, fallþunga og lífþunga.
Lesa meira

Nýtt viðmót fyrir þungaskráningu í Fjárvís

Í notendakönnun Fjárvís síðastliðinn vetur kom það skýrt fram að skýrsluhaldarar lögðu mikla áherslu á að snjallvæða kerfið þannnig að einfaldara yrði að vinna í kerfinu t.d í gegnum farsíma. Heildaruppfærsla var gerð á forritunarmáli Fjárvís í vor og í sumar hefur verið unnið að ýmsum einföldunum og kerfisbreytingum sem einfalda áframhaldandi uppbyggingu kerfisins og snjallvæðingu þess.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn ágúst

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir síðastliðna 12 mánuði, nú þegar ágústmánuður hefur runnið sitt skeið, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar komið var fram yfir hádegi þann 12. september. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 456 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 125 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.307,7 árskúa á þessum 456 búum reyndist 6.408 kg. eða 6.400 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) á því 12 mánaða tímabili sem uppgjörið nær yfir. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum búum var 53,3, óbreyttur fjöldi frá því fyrir mánuði.
Lesa meira

Skipulagning lambadóma haustsins í fullum gangi

Á næstu dögum verða birt dagatöl sauðfjárdóma hér á vefnum jafnóðum og þau verða tilbúin, þau verða svo uppfærð reglulega eftir því sem við á. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem bárust fyrir 21. ágúst forgangs við niðurröðun.
Lesa meira

Ný naut í notkun í september 2023

Fagráð í nautgriparækt fundaði fyrir skömmu og ákvað að setja fimm ný naut í notkun. Þrjú naut verða tekin úr notkun og fjöldi nauta í notkun því 19 næstu vikurnar. Þau naut sem koma til notkunar núna eru Vorsi 22002 frá Vorsabæ í Landeyjum undan Knetti 16006 og Grein 970 Skellsdóttur 11054, Svarfdal 22006 frá Göngustöðum í Svarfaðardal undan Tanna 15065 og Hörku 481 Lagardóttur 07047, Hnallur 22008 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi undan Skírni 16018 og Litlu-Sleggju 1669 Dropadóttur 10077, Kajak 22009 frá Þorgautsstöðum í Hvítársíðu undan Róðri 16019 og Smáru 315 Bambadóttur 08049 og Ægir 22010 frá Hlemmiskeiði 2 á Skeiðum undan Tanna 15065 og Sæunni 1211 Stáladóttur 14050.
Lesa meira

Mikilvægar forsendur í búskapnum: Hey- og jarðvegssýni

Heysýni: Nú er liðið á sumarið sem hefur verið einstaklega fjölbreytt veðurfarslega bæði milli og innan landshluta. Kuldi, væta og þurrkar hafa gert bændum erfitt fyrir á mismunandi árstíðum. Í þurrkatíð fara grösin að leggja megináherslu á að koma upp punti og því verður blaðvöxtur minni. Grösin „trénast“ fyrr og verður oftar en ekki hærra hlutfall af tréninu ómeltanlegt. Veðráttan hefur því mjög mikil áhrif á heygæðin og þegar veðráttan er frábrugðin því sem við eigum að venjast er enn mikilvægara að huga að heyefnagreiningum. Öll okkar framleiðsla hvort sem það er mjólk eða kjöt byggir að megninu til á heyinu sem aflað er og því mikilvægt að vita hvaða fóðurgildi og steinefni við höfum í höndunum.
Lesa meira

Hrossamælingar / WorldFengur – Tímamót

Nú hefur ný og spennandi viðbót bæst við upprunaættbók íslenska hestsins WorldFeng. Frá og með mánudeginum 28. ágúst varð fært að skrá hefðbundnar mælingar hrossa og vista í gagnabankanum – utan reglulegra kynbótasýninga. Þetta þýðir meðal annars: Hvenær sem er má óska eftir mælingu, fyrir hvaða hross sem er, geldinga – hryssur – stóðhesta, og mælingar verða sýnilegar öllum notendum WorldFengs á heimsvísu. Fylgjandi og sjálfsögð krafa er að gripurinn sé grunnskráður og örmerktur. Öll hefðbundin mál eru tekin og skráð, alls x13 m. hófamálum. Sjá sérstakan flipa í grunnmynd hvers hests í WorldFeng: Mælingar
Lesa meira

Arfgerðargreiningar sauðfjár haustið 2023

RML og Íslensk Erfðagreining (ÍE) hafa nú hafið samstarf varðandi arfgerðargreiningar sauðfjár m.t.t. riðumótstöðu. Munu því sýni sem greind verða á vegum RML haustið 2023 verða rannsökuð hjá ÍE. Hér verður farið nokkrum orðum yfir fyrirkomulag greininga í haust á vegum RML. Fyrirkomulag: Framkvæmdin í haust verður með svipuðum hætti og sl. vor. Taka þarf vefjasýni úr eyra. Áfram er hægt að panta hylki til sýnatöku í gegnum heimasíðu RML. Þegar bóndinn hefur tekið sýnin, skráir hann sýnin á viðkomandi grip í Fjárvís og sendir þau svo á starfsstöð RML á Hvanneyri, þar sem þeim er safnað saman og sýnatökublöðin varðveitt.
Lesa meira