Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Rannsóknarhópur um riðurannsóknir hefur sent frá sér samantekt um þær niðurstöður sem þegar liggja fyrir um áhrif mismunandi breytileika í príonpróteininu sem hafa áhrif á mótstöðu íslenskra kinda gagnvart riðusmiti. Niðurstöðurnar byggja annarsvegar á svokölluðum PMCA næmirannsóknum og hinsvegar á skoðun arfgerða sauðfjár í riðuhjörðum. Byggt á þessum niðurstöðum eru dregnar ályktanir um verndargildi mismunandi arfgerða. Jafnframt eru lagðar fram tillögur varðandi það hvaða gripum skuli þyrmt við riðuniðurskurð og hvaða gripi ætti að vera óhætt að flytja milli búa m.t.t. arfgerða þeirra. Niðurstöður sem þarna birtast voru m.a. kynntar á nýafstöðnum fundum, „Ræktun gegn riðu – Fræðslufundir“.
Í rannsóknarhópnum sem stendur að skýrslunni eru í stafrófsröð:
Angélique Igel (INRAE)
Christine Fast (Friedrich-Loeffler-Institut)
Eva Hauksdóttir (Keldur)
Eyþór Einarsson (RML)
Gesine Lühken (Justus-Liebig-Universität)
Karólína Elísabetardóttir (Hvammshlíð)
Romolo Nonno (Istituto Superiore di Sanità)
Stefanía Þorgeirsdóttir (Keldur)
Vilhjálmur Svansson (Keldur)
Vincent Béringue (INRAE)
Karólína Elísabetardóttir hélt utan um textaskrif. Þar sem skýrslan er á ensku fylgja hér með nokkrar orðskýringar:
allele, haplotype = (gena)samsæta
amplify = umbreytast, "smitast" (í PMCA-prófum)
codon = sæti
genotype = arfgerð
polymorphism = breytileiki
variant = breytileiki
protective = verndandi
susceptible = næmt
prevalence = hlutfall sýktra gripa í hjörðinni
significant = marktækt (tölfræðilega), þ.e. niðurstaðan er ekki tilviljun (með 95% öryggi)
lymph nodes = eitlar
tissue = vefur (úr líkamanum)
oral = í gegnum munninn
classical scrapie = (hefðbundin, smitandi) riða, þ.e. ekki Nor98/atýpisk riða
(scrapie) strain = riðustofn
isolate = smitefni
dilution = þynning
Western Blot = aðferð til að greina riðu -> mynd með bandamynstur ("band pattern")
Á myndinni sem fylgir er hluti skýrsluhöfunda, en myndin var tekin á Hólum í Hjaltadal í sumar þegar haldin var upphafsfundur í Evrópuverkefni um riðurannsóknir.
Sjá nánar:
Polymorphisms in prion protein of Icelandic sheep and their susceptibility to classical scrapie
/okg