Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Vegna fráfalls Björns Halldórssonar stjórnarformanns.
Þær sviplegu fréttir bárust stjórnarmönnum RML þann 21. febrúar sl. að Björn Halldórsson stjórnarformaður félagsins hefði látist þá um morguninn. Hugur okkar stjórnarmanna er hjá fjölskyldu Björns og sendum við þeim hugheilar samúðarkveðjur.
Vegna aðstæðna kom stjórn RML saman til fundar þann 22. febrúar sl., þar sem ákveðið var að Vigdís Häsler stjórnarmaður RML myndi taka tímabundið við sem stjórnarformaður. Björn hafði síðustu misserin sem stjórnarformaður unnið ötullega að stefnumótunarvinnu RML ásamt yfirstjórn. Stærstu áföngum þeirrar vinnu var lokið og því ljóst að stjórn mun fyrst og fremst sinna venjubundnum störfum á næstu vikum s.s. samþykkt ársreiknings. Gert er ráð fyrir að stjórn BÍ muni skipa nýja stjórn RML að loknu Búnaðarþingi venju samkvæmt.
F.h. stjórnar
Vigdís Häsler
/hh