Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Fyrr í vikunni voru birtir tveir fyrirlestrar sem haldnir voru á afmælisráðstefnu RML þann 23. nóvember. Nú hafa þrír fyrirlestrar til viðbótar verið birtir.
Fyrirlestrarnir eru þessir: (Tenglar neðst á síðunni)
Íslensk nautgriparækt – bylting í farvatninu - Guðmundur Jóhannesson ráðunautur hjá RML
Guðmundur fjallar í erindi sínu um innleiðingu erfðamengisúrvals í íslenskri nautgriparækt.
Áskoranir í íslenskum landbúnaði í breyttri heimsmynd - Jóhannes Sveinbjörnsson dósent við LbhÍ og bóndi að Heiðarbæ
Jóhannes er dósent við LbhÍ, þar sem aðalviðfangsefni hans í rannsóknum og kennslu eru fóðurfræði, framleiðslukerfi í sauðfjárrækt og fæðuöryggi. Hann rekur ásamt fjölskyldu sinni bú að Heiðarbæ 1 við Þingvallavatn, þar sem aðalbúgreinarnar eru sauðfjárrækt og kjúklingarækt og silungsveiði er einnig mikilvæg aukabúgrein.
Prótein morgundagsins - Margrét Geirsdóttir verkefnastjóri hjá Matís
Margrét er með BS gráðu í efna- og matvælafræði frá HÍ og MS gráðu í matvælafræði frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum (KVL nú KU) á Friðriksbergi í Danmörku.Hún hóf störf hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (nú Matís) árið 1998 og hefur frá þeim tíma unnið að mörgum verkefnum sem tengjast nýtingu á hliðarhráefni aðallega úr fiskvinnslu með áherslu á prótein. Undanfarin ár hefur hún starfað að verkefnum er tengjast nýpróteinum (e: alternative proteins) meðal annars úr grasi, baunum og skordýrum.
Guðmundur Jóhannesson
Jóhannes Sveinbjörnsson
Margrét Geirsdóttir
Sjá nánar:
Íslensk nautgriparækt – bylting í farvatninu - Guðmundur Jóhannesson ráðunautur hjá RML
Áskoranir í íslenskum landbúnaði í breyttri heimsmynd - Jóhannes Sveinbjörnsson dósent við LbhÍ og bóndi að Heiðarbæ
Prótein morgundagsins - Margrét Geirsdóttir verkefnastjóri hjá Matís
/okg