Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Í gær funduðu og báru saman bækur sínar varðandi skýrsluhald í nautgriparækt ráðunautar frá Norðurlöndunum og Eistlandi. Fundurinn fór að þessu sinni fram á Selfossi en þessi hópur hittist einu sinni á ári og flyst fundurinn landa á milli. Á fundinum er farið yfir stöðu skýrsluhaldsmála í hverju landi fyrir sig, farið yfir nýjungar og þau vandamál sem við er að eiga auk þess sem möguleikar og kostir aukins samstarfs og samvinnu eru ræddir.
Að þessu sinni var sjónum einkum beint að notkun kýrsýna til staðfestingar á fangi og farið var yfir ferla við merkingar, skráningar og birtingu efnamælinga á kýrsýnum. Þá voru nýjungar sem löndin eru að vinna að skoðaðar en töluverð þróun er í tengingu gagnagrunnana við snjallsíma og spjaldtölvur. Meðal nýjunga sem skoðaðar voru er "snjallsíma-app" sem les strikamerki á kýrsýnaglösum og Svíar hafa verið að þróa. Þá voru möguleikar á hagnýtingu og söfnun gagna úr rafrænum mjaltakerfum en í rannsóknum hefur sýnt sig að hækka má arfgengi ýmissa eiginleika verulega með notkun beinna mælinga. Segja má að Finnar séu lengst komnir í söfnun þessara upplýsinga en þar í landi er kominn í notkun samnorrænn gagnagrunnur sem bíður innleiðingar á hinum Norðurlöndunum.
Meðfylgjandi mynd var tekin af hópnum er hann kom úr heimsókn á tvö kúabú en farið var að Stóru-Reykjum og Smjördölum í Flóa og vill hópurinn koma þakklæti til ábúenda þar á framfæri fyrir ákaflega góðar móttökur og gestrisini.
/gj