17.02.2014
Fagráð í nautgriparækt hefur að venju haft ýmis mál varðandi framkvæmd ræktunarstarfsins í nautgriparæktinni til umræðu. Ráðið hefur nú ákveðið að gera nokkrar breytingar sem eru til þessa fallnar að gera vinnu við kynbótastarfið hagkvæmari og skilvirkari.
Þar ber fyrst að nefna val á nautsmæðrum en við skilgreiningu á þeim verður nú notast við aðaleinkunn í stað afurðaeinkunnar. Nú verður lágmark í afurðaeinkunn nautsmæðra miðað við 108, jafnframt verður gerð sú krafa á nautsmæður að þær hafi að lágmarki 100 í kynbótaeinkunn fyrir mjaltir og að lágmarki 90 í kynbótaeinkunn fyrir fitu.
Lesa meira