Nautgriparækt fréttir

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar við lok febrúar 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar við lok febrúar 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. mars var búið að skila skýrslum fyrir febrúarmánuð frá 95% þeirra 582 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.551 árskýr var 5.643 kg síðastliðna 12 mánuði.
Lesa meira

Upplýsingar um síðustu ungnautin fædd árið 2012

Nú eru upplýsingar um sex ungnaut til viðbótar komnar á vef nautaskrárinnar, www.nautaskra.net. Þetta eru síðustu ungnautin fædd árið 2012, sem sæði úr kemur til dreifingar og telur árgangurinn þá 26 naut. Sæði úr þessum nautum kemur til dreifingar innan skamms. Nautin sem um ræðir að þessu sinni eru Gandálfur 12081 frá Keldudal í Hegranesi, undan Kola 06003, Eldar 12089 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi, undan Stássa 04024, Sjarmi 12090 frá Hrepphólum í Hrunamannahreppi, undan Kola 06003, Prúður 12091 frá Neðri-Torfustöðum í Miðfirði, undan Birtingi 05043, Dúett 12097 frá Egilsstaðakoti í Flóa, undan Birtingi 05043 og Polki 12099 frá Brúnastöðum í Flóa, undan Kola 06003.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa

Fræðslufundur RML um fóðrun mjólkurkúa verður haldinn í Þingborg í Flóa þriðjudaginn 18. mars kl. 13.30. Farið verður yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða og hærri verðefna í mjólk. Sérstök áhersla verður lögð á sumarbeit og nýtingu grænfóðurs.
Lesa meira

Gríðarvænu nauti slátrað á Blönduósi

Á vef SAH afurða ehf. segir frá því að 14. febrúar síðastliðinn, hafi nautinu Jóni Mána frá Syðri-Löngumýri verið slátrað. Vóg hann 482,7 kg og er sennilega þyngsta naut sem lagt hefur verið inn hjá SAH afurðum ehf.
Lesa meira

Breytingar á vali nautsmæðra og kúaskoðun

Fagráð í nautgriparækt hefur að venju haft ýmis mál varðandi framkvæmd ræktunarstarfsins í nautgriparæktinni til umræðu. Ráðið hefur nú ákveðið að gera nokkrar breytingar sem eru til þessa fallnar að gera vinnu við kynbótastarfið hagkvæmari og skilvirkari. Þar ber fyrst að nefna val á nautsmæðrum en við skilgreiningu á þeim verður nú notast við aðaleinkunn í stað afurðaeinkunnar. Nú verður lágmark í afurðaeinkunn nautsmæðra miðað við 108, jafnframt verður gerð sú krafa á nautsmæður að þær hafi að lágmarki 100 í kynbótaeinkunn fyrir mjaltir og að lágmarki 90 í kynbótaeinkunn fyrir fitu.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. febrúar var búið að skila skýrslum janúarmánaðar frá 93% búanna sem nú eru skráð í skýrsluhaldið en þau eru 581. Reiknuð meðalnyt 21.175,6 árskúa var 5.652 kg síðastliðna 12 mánuði.
Lesa meira

Ársuppgjör - niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2013

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2013 hafa verið reiknaðar og birtar á vef okkar. Þeir framleiðendur sem skiluðu afurðaupplýsingum á árinu voru 584 en á síðasta ári voru þeir 587. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 22.509,1 árskýr skilaði 5.621 kg nyt að meðaltali. Það er hækkun um 15 kg frá árinu 2012 en þá skiluðu 22.879 árskýr meðalnyt upp á 5.606 kg.
Lesa meira

Vægi fitu og próteins í verði mjólkur til bænda jafnt frá 1. jan. 2014

Stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði ákvað á fundi sínum í desember s.l. að leita staðfestingar verðlagsnefndar búvöru á því að breyta vægi efnaþátta í lágmarksverði meðalmjólkur á þann hátt að það yrði jafnt í stað 25% á fitu og 75% á próteini áður. Verðlagsnefnd hefur nú staðfest þessa breytingu og frá og með 1. janúar 2014 er því vægi fitu og próteins í mjólk jafnt við verðlagningu mjólkur til bænda.
Lesa meira

Greiðslumark mjólkur aukið um 2 milljónir lítra til viðbótar

Greiðslumark mjólkur fyrir yfirstandandi ár (2014) var í lok síðasta árs aukið upp í 125 milljónir lítra að tillögu Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Í seinni hluta nóvember ákvað ráðherra að greiðslumark ársins 2014 yrði 123 milljónir lítra en nú hefur greiðslumarkið verið aukið enn frekar. Breytingin er gerð í ljósi mikillar söluaukningar síðustu mánuði, einkum á fituríkari mjólkurvörum. Að sama skapi er birgðastaða lakari en verið hefur á sama tíma undanfarin ár.
Lesa meira