Nautgriparækt fréttir

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar við lok mars 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í mars 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar urðu til á miðnætti aðfararnótt 11. apríl var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 94% þeirra 579 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.399,1 árskýr síðastliðna 12 mánuði var 5.655 kg.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa - breytt dagsetning

Fræðslufundi um fóðrun mjólkurkúa sem var áður auglýstur þann 10. apríl verður frestað til mánudagsins 14. apríl. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum LbhÍ á Hvanneyri og hefst kl. 13.00. Á fundinum verður farið yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða, aukningu verðefna í mjólk og fóðuráætlanagerð.
Lesa meira

Greiðslumark mjólkur lækkaði verulega í verði milli markaða

Niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark í mjólk 1. apríl 2014 hafa verið birtar á vef Matvælastofnunar. Jafnvægisverðið reyndist 260 kr. fyrir hvern lítra mjólkur. Alls bárust Matvælastofnun 32 tilboð um kaup eða sölu á greiðslumarki og var framboðið magn 1.891.961 lítrar en boðið var í 71.784 lítra. Kauphlutfall viðskipta reyndist 48,76%.
Lesa meira

Fræðslufundir RML um fóðrun og beit mjólkurkúa

Í vikunni 17. – 21. mars var norskur fóðurfræðingur, Jon Kristian Sommerseth í heimsókn hjá RML. Heimsóknin var fyrst og fremst liður í því að styrkja fóðurráðgjöf fyrirtækisins en einnig var tækifærið notað til að halda tvo bændafundi þar sem Jon var með erindi ásamt ráðunautum RML.
Lesa meira

Til þátttakenda í nautakjötsverkefni RML

Þessa dagana er unnið að greiningu rekstrargagna ársins 2013. Þegar gögn hafa borist munu ráðunautar hafa samband við þá bændur sem taka þátt í verkefninu og ræða gögnin og í framhaldinu gera rekstrargreiningu. Til þess að þetta sé hægt þurfa rekstrargögn ársins 2013 að berast sem fyrst.
Lesa meira

Auðhumla mun greiða fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk á næsta ári

Aðalfundur Landssambands kúabænda stendur nú yfir á Hótel Sögu í Reykjavík en hann hófst kl. 10 í morgun. Á fundinum lýsti Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu svf., því yfir að félagið muni greiða fullt afurðastöðvaverð fyrir alla innvegna mjólk á árinu 2015.
Lesa meira

Gæðastýrt afurðaskýrsluhald nautgriparæktarinnar - kýrsýnaskil

Nú er fyrsti fjórðungur ársins 2014 senn á enda. Ef mjólkurframleiðendur ætla að tryggja sér rétt til þess að fá greitt gæðastýringarálag fyrir þann fjórðung þurfa þeir að hafa skilað sýnum úr mjólk einstakra kúa (kýrsýnum) tvívegis á þeim tíma. Einnig þurfa allar mjólkurskýrslurnar að hafa skilað sér 10. dags mánaðarins eftir mælingarmánuð.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa - Egilsstöðum

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa verður haldinn í Fjóshorninu á Egilsstöðum þriðjudaginn 1. apríl kl. 13.00. Farið verður yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða og meiri verðefna í mjólk. Sérstök áhersla verður lögð á sumarbeit og nýtingu grænfóðurs.
Lesa meira

Léttur burður hjá dönskum Angus-kúm

Á ráðstefnu Dansk Kvæg sem haldin var í Danmörku í lok febrúar 2014 voru haldin mörg áhugaverð erindi. Eitt þeirra var erindi eftir landsráðunaut nautakjötsframleiðenda Jörgen Skov Nielsen. Í erindinu fór hann yfir stöðu mála á þessu sviði í Danmörku.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa - Kirkjubæjarklaustri

Miðvikudaginn 26. mars verður haldinn fræðslufundur á Hótel Klaustur á Kirkjubæjarklaustri kl. 13.30 um fóðrun mjólkurkúa til aukinnar framleiðslu með hærri verðefnum. Á fundinn mæta Jóna Þórunn Ragnarsdóttir frá RML og fer yfir helstu þætti er varðar fóðrun til afurða og hærri verðefna í mjólk.
Lesa meira