Nautgriparækt fréttir

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í september 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar við lok september eru orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 13. október var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 89% þeirra 580 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.087,2 árskúa á fyrrnefndum búum, síðastliðna 12 mánuði, var 5.743 kg
Lesa meira

Færeyingar taka Huppu í notkun

Undanfarna þrjá daga hafa námskeið í nautgriparæktarkerfinu Huppu staðið yfir í Þórshöfn í Færeyjum, á vegum RML og MBM, Meginfélags búnaðarmanna, sem er mjólkurbú þeirra Færeyinga. Í kjölfar námskeiðanna munu færeyskir kúabændur taka kerfið í notkun sem sitt skýrsluhaldskerfi. Kennsla á námskeiðunum hefur verið í höndum Guðmundar Jóhannessonar, ábyrgðarmanns nautgriparæktar hjá RML með dyggri aðstoð Jórunar Hansen hjá MBM.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í ágúst 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í ágúst sl. hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. september var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 92% þeirra búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu.
Lesa meira

Villa á ungnautaspjöldum 13001-13031

Á ungnautaspjöldum fyrir naut á númerabilinu 13001-13031 slæddist inn sú meinlega villa að Gimsteinn 13028 sé undan Birtingi 05043. Hið rétta er að hann er undan Vindli 05028 og leiðréttist það hér með um leið og beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Ætterni hans er rétt á nautaskra.net.
Lesa meira

Upplýsingar um fyrstu nautin fædd 2013

Nú eru upplýsingar um fyrstu óreyndu nautin fædd 2013 og sæði úr fer til dreifingar, komnar á nautaskra.net. Um er að ræða 11 naut sem sæði úr kemur til dreifingar á næstu dögum í og á Vestfjörðum, Húnavatnssýslum, Eyjafirði, Suður-Þingeyjarsýslu og Austur-Skaftafellsýslu. Sæði úr þeim kemur svo til dreifingar á öðrum svæðum jafnharðan og dreifingu á sæði úr óreyndum nautum vindur fram þar.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júlí 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júlí 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 12. ágúst var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 85% þeirra búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.239 árskúa á búunum, sem skýrslurnar höfðu borist frá, síðastliðna 12 mánuði var 5.749 kg en var 5.702 kg mánuðinn á undan. Meðalfjöldi árskúa á fyrrnefndum búum sem skýrslum hafði verið skilað frá á miðnætti aðfaranótt 11. júlí var 40,1 og hafði hækkað um 0,3 frá uppgjöri júnímánaðar.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júní 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júní 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. júlí var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 87% þeirra búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.112 árskúa á búunum, sem skýrslurnar höfðu borist frá, síðastliðna 12 mánuði var 5.702 kg
Lesa meira

Fimm ný naut úr 2008 árgangi til notkunar sem reynd

Í gær fundaði fagráð í nautgriparækt að lokinni keyrslu á kynbótmati sem gert var nú í júní. Á fundinum var ákveðið að setja fimm ný naut úr nautaárgangi 2008 í notkun sem reynd naut. Þetta eru Þáttur 08021, Flekkur 08029, Klettur 08030, Gói 08037 og Bambi 08049. Þau naut sem verða áfram í dreifingu sem reynd naut eru: Logi 06019, Dynjandi 06024, Hjarði 06029, Víðkunnur 06034, Sandur 07014, Rjómi 07017, Húni 07041, Toppur 07046, Lögur 07047, Keipur 07054, Blámi 07058, Laufás 08003 og Blómi 08017.
Lesa meira

Norskir ráðunautar heimsóttu RML

Dagana 12. til 15. júní sl. komu 5 norskir ráðunautar í fóðrun mjólkurkúa í heimsókn til starfssystra sinna hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins á Suðurlandi. Konurnar vinna allar í ráðunautateymi mjólkursamlagsins TINE sem kallast „Topp Team Fôring“. Farið var um sveitir Suðurlands og allir helstu ferðamannastaðir skoðaðir. Þá var einnig farið í heimsókn til bænda þar skoðuð voru fjós og einnig beitargróður. Það vakti athygli hve kýrnar á mörgum bæjanna voru á góðri beit; stór beitarstykki með nægilegum gróðri auk þess sem norsku gestunum fannst lítið um rof í gróðurþekjunni vegna traðks.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í maí 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í maí 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. júní var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 89% þeirra 580 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 20.480 árskúa á búunum, sem skýrslurnar höfðu borist frá, síðastliðna 12 mánuði var 5.707 kg
Lesa meira