Nautgriparækt fréttir

Nýtt kynbótamat og ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær og ákvað hvaða reyndu naut verða til notkunar í vetur. Ákveðið var að gera ekki aðrar breytingar en þær að setja tvö ný naut í notkun sem reynd naut úr árgangi 2009. Þetta eru þeir Kraki 09002 frá Egilsstaðakoti í Flóa undan Þolli 99008, móðurfaðir Soldán 95010, og Bolti 09021 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi undan Spotta 01028, móðurfaðir Snotri 01027. Þetta eru fyrstu nautin sem koma til notkunar sem reynd naut úr þessum nautaárgangi.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í október 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir októbermánuð eru orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. nóvember var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 92% þeirra 577 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.811,4 árskúa á fyrrnefndum búum, síðastliðna 12 mánuði, var 5.763 kg
Lesa meira

Ný nautaskrá og ungnautaspjöld komin í dreifingu

Nautaskrá Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands er komin úr prentun og er í dreifingu með hefðbundnum hætti þessa dagana. Skráin er að þessu sinni með aðeins breyttu sniði á þann veg að þau naut sem áður hafa verið í skrá eru ekki kynnt jafnítarlega og þau sem ekki hafa verið í nautaskrá áður. Þannig eru „eldri“ nautin nú þrjú á síðu meðan að þau nýrri fá heilsíðu hvert að venju. Þá er útlit skráarinnar uppfært og fært til nútímalegra horfs að segja má. Við vonum að skráin nýtist vel við val á nautum til notkunar í vetur.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í september 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar við lok september eru orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 13. október var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 89% þeirra 580 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.087,2 árskúa á fyrrnefndum búum, síðastliðna 12 mánuði, var 5.743 kg
Lesa meira

Færeyingar taka Huppu í notkun

Undanfarna þrjá daga hafa námskeið í nautgriparæktarkerfinu Huppu staðið yfir í Þórshöfn í Færeyjum, á vegum RML og MBM, Meginfélags búnaðarmanna, sem er mjólkurbú þeirra Færeyinga. Í kjölfar námskeiðanna munu færeyskir kúabændur taka kerfið í notkun sem sitt skýrsluhaldskerfi. Kennsla á námskeiðunum hefur verið í höndum Guðmundar Jóhannessonar, ábyrgðarmanns nautgriparæktar hjá RML með dyggri aðstoð Jórunar Hansen hjá MBM.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í ágúst 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í ágúst sl. hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. september var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 92% þeirra búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu.
Lesa meira

Villa á ungnautaspjöldum 13001-13031

Á ungnautaspjöldum fyrir naut á númerabilinu 13001-13031 slæddist inn sú meinlega villa að Gimsteinn 13028 sé undan Birtingi 05043. Hið rétta er að hann er undan Vindli 05028 og leiðréttist það hér með um leið og beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Ætterni hans er rétt á nautaskra.net.
Lesa meira

Upplýsingar um fyrstu nautin fædd 2013

Nú eru upplýsingar um fyrstu óreyndu nautin fædd 2013 og sæði úr fer til dreifingar, komnar á nautaskra.net. Um er að ræða 11 naut sem sæði úr kemur til dreifingar á næstu dögum í og á Vestfjörðum, Húnavatnssýslum, Eyjafirði, Suður-Þingeyjarsýslu og Austur-Skaftafellsýslu. Sæði úr þeim kemur svo til dreifingar á öðrum svæðum jafnharðan og dreifingu á sæði úr óreyndum nautum vindur fram þar.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júlí 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júlí 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 12. ágúst var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 85% þeirra búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.239 árskúa á búunum, sem skýrslurnar höfðu borist frá, síðastliðna 12 mánuði var 5.749 kg en var 5.702 kg mánuðinn á undan. Meðalfjöldi árskúa á fyrrnefndum búum sem skýrslum hafði verið skilað frá á miðnætti aðfaranótt 11. júlí var 40,1 og hafði hækkað um 0,3 frá uppgjöri júnímánaðar.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júní 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júní 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. júlí var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 87% þeirra búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.112 árskúa á búunum, sem skýrslurnar höfðu borist frá, síðastliðna 12 mánuði var 5.702 kg
Lesa meira