Nautgriparækt fréttir

Takmörkunum á dreifingu sæðis úr Bamba og Flekk aflétt 1. okt. n.k.

Fagráð í nautgriparækt hefur ákveðið að frá og með 1. október n.k. verði takmörkunum á dreifingu sæðis úr Bamba 08049 og Flekk 08029 aflétt og þeir til frjálsra afnota svo lengi sem sæði úr þeim er til. Hugsunin með þessari stýringu var að kalla eftir skipulegu vali bænda á kúm sem sæddar væru með sæði úr þessum nautum og tóm gæfist til þess óháð burðartíma. Það er ljóst að það hefur tekist og notkun, sérstaklega Bamba, hefur dreifst á lengri tíma og val hans á kýr orðið markvissara og betra en ella.
Lesa meira

Upplýsingar um fjögur ný ungnaut úr 2014 árgangi

Nú eru komnar upplýsingar á vef nautaskráarinnar, www.nautaskra.net, um fjögur ný ungnaut úr 2014 árgangi nauta. Þessi naut munu koma til dreifingar á allra næstu dögum. Um er að ræða Ver 14009 frá Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum undan Vindli 05028 og Gullbrá 518 Gyllisdóttur 03007, Skara 14011 frá Breiðavaði í Eiðaþinghá undan Baugi 05026 og Títlu 509 Hólsdóttur 07037, Prófíl 14018 frá Hvammi í Eyjafirði undan Víðkunni 06034 og Tvíböku 1155 Ófeigsdóttur 02016 og Kláus 14031 frá Villingadal í Eyjafirði undan Hjarða 06029 og Klaufu 248 Laskadóttur 00010.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júlí 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir júlí sl. eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til laust fyrir hádegi þann 11. ágúst var búið að skila skýrslum fyrir júlí frá 91% þeirra 578 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.979,0 árskúa á fyrrnefndum 91% búanna, var 5.761 kg (5.737 kg í júní) sl. 12 mánuði. Meðalfjöldi árskúa á þessum búum við uppgjörið nú var 43,7.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í júní 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir júní eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til laust fyrir hádegi þann 13. júlí var búið að skila skýrslum fyrir júní frá 90% búanna sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.325,7 árskúa á fyrrnefndum 90% búanna, var 5.737 kg sl. 12 mánuði.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í maí 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir maí eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til um kl. 8:30 að morgni þess 11. júní var búið að skila skýrslum maímánaðar frá 89% þeirra 580 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.144,9 árskúa á fyrrnefndum 89% búanna, var 5.746 kg sl. 12 mánuði.
Lesa meira

Upplýsingar um fyrstu naut úr 2014 árgangi

Upplýsingar um fyrstu óreyndu nautin úr árgangi 2014 sem koma til dreifingar eru komnar á vef nautaskráarinnar, nautaskra.net. Um er að ræða Brján 14002 frá Brjánsstöðum í Grímsnesi, Fót 14006 frá Búvöllum á Aðaldal, Myrkva 14007 frá Vestri-Reyni í Hvalfjarðarsveit, Hæl 14008 frá Hæli 1 í Skeiða- og Gnúpverjahr., Skrúð 14014 frá Hvammi á Galmaströnd, Skálda 14019 frá Skáldsstöðum í Eyjafirði, Kóral 14020 frá Fagurhlíð í Landbroti og Sæþór 14021 frá Kvíabóli í Köldukinn.
Lesa meira

Nýtt kynbótamat og ný reynd naut í notkun

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær í kjölfar þess að keyrt var nýtt kynbótamat núna í maí. Ákveðið var að hefja dreifingu á sæði úr þrem nýjum reyndum nautum. Þau eru Gustur 09003 frá Hóli í Sæmundarhlíð sem kemur til notkunar sem nautsfaðir, Foss 09042 frá Fossi í Hrunamannahreppi og Gæi 09047 frá Svertingsstöðum 2 í Eyjafirði. Nú þegar hefur frjótæknum verið sent sæði úr þessum nautum.
Lesa meira

Verð eyrnamerkja í nautgripi lækkar um 15% þann 1. júní n.k.

Þann 1. júní nk. verður breyting á sölufyrirkomulagi plötumerkja í nautgripi og svín við pantanir í einstaklingsmerkingakerfinu MARK (www.bufe.is). Bændasamtök Íslands munu hætta umsýslu með sölu merkjanna og á sama tíma verður hætt að draga kaupverð á plötumerkjum í nautgripi af beingreiðslum til bænda. Kaup og sala á plötumerkjum verður frá og með 1. júní 2015 alfarið á milli merkjasala og bænda, eins og verið hefur við pöntun á t.d. plötumerkjum fyrir sauðfé. Merki verður eftir sem áður hægt að panta í gegnum MARK og þar verður engin breyting á fyrirkomulagi við pöntun. Eina breytingin er, eins og áður sagði, að frá og með 1. júní n.k. verður sendur reikningur með pöntuðum merkjum en kaupverðið ekki dregið af beingreiðslum.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir apríl eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til síðdegis þ. 11. maí var búið að skila skýrslum aprílmánaðar frá 91% þeirra 579 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.495,4 árskúa á fyrrnefndu 91% búanna, var 5.747 kg sl. 12 mánuði.
Lesa meira

Vangaveltur um nautakjötsframleiðslu

Í komandi bændablaði, þann 16. apríl 2015, verður birtur pistill um nautakjötsframleiðslu. Mikil sóknarfæri eru til staðar í þeirri búgrein en í meginatriðum eru góð fóðrun og aðbúnaður forsendur þess að gripur nái að skila því sem ætlast er til út frá þeim markmiðum sem bóndinn setur sér.
Lesa meira