Ársuppgjör - niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2015
22.01.2016
Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2015 hafa verið reiknaðar og birtar hér á vef okkar. Hér á eftir verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu. Þeir framleiðendur sem skiluðu upplýsingum um afurðir kúa sinna á nýliðnu ári voru 582 en á árinu 2014 voru þeir 579. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 25.609,9 árskýr skiluðu 5.851 kg nyt að meðaltali. Það er hækkun um 130 kg frá árinu 2014, en þá skiluðu 23.861 árskýr meðalnyt upp á 5.721 kg, og mestu meðalafurðir sem mælst hafa á landinu. Mestar meðalafurðir 2015 voru í Austur-Skaftafellssýslu 6.138 kg eftir árskú. Árið 2014 voru meðalafurðirnar einnig mestar þar, 6.302 kg eftir árskú. Meðalbústærð reiknaðist 44,0 árskýr á árinu 2015 en sambærileg tala var 41,2 árið á undan. Meðalbústærð reiknuð í skýrslufærðum kúm var nú 56,8 kýr en 2014 reiknuðust þær 54,2.
Lesa meira