Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. febrúar var búið að skila skýrslum janúarmánaðar frá 93% búanna sem nú eru skráð í skýrsluhaldið en þau eru 581. Reiknuð meðalnyt 21.175,6 árskúa var 5.652 kg síðastliðna 12 mánuði. Reiknuð meðalnyt allra búa sem einhverjum skýrslum var skilað fyrir á síðasta ári, 2013 var 5.621 kg. Meðalfjöldi árskúa á búunum sem skýrslum hafði verið skilað frá á miðnætti aðfaranótt 11. febr. var 39,1. Sambærileg tala fyrir öll bú sem skilað var einhverjum skýrslum frá árið 2013 var 38,5.
Rétt er að minna á að niðurstöður þær sem birtar eru á vef okkar í hverjum mánuði og eru lit yfir mánuðina janúar til nóvember, eru teknar út úr skýrsluhaldskerfinu fyrsta virka dag eftir skiladaginn 10. hvers mánaðar. Ef skilum mjólkurskýrslna hefur seinkað á einhverjum búum þar sem nyt er mjög há, þá geta þau bú dottið út af listanum, þó svo nytin hafi alls ekki endilega lækkað neitt. Eina ástæðan getur verið seinkun og ýmsir jafnvel illviðráðanlegir hlutir geta valdið henni. Aðeins þegar árið er gert upp er beðið eftir skýrslum frá öllum virkum þátttakendum í afurðaskýrsluhaldinu og niðurstöðurnar ekki birtar fyrr en allir sem líkur virðast á að skili tölum hafa gert það.
Mest meðalnyt á síðustu 12 mánuðum var á búi Brúsa ehf. á Brúsastöðum í Vatnsdal, 7.682 kg á árskú, sama búinu og var efst við lok ársins 2013. Annað í röðinni nú var bú Sigurðar og Báru í Lyngbrekku á Fellsströnd en þar reiknaðist meðalnytin á tímabilinu 7.579 kg eftir árskúna. Í þriðja sæti var bú Eggerts Pálssonar á Kirkjulæk í Fljótshlíð en þar mjólkaði meðalárskýrin 7.487 kg. Hið fjórða í röðinni var bú Helga Bjarna Steinssonar á Syðri-Bægisá í Öxnadal. Nú var meðalnytin þar 7.464 kg á árskú. Hið fimmta í röðinni að þessu sinni var bú Guðlaugar og Eybergs á Hraunhálsi í Helgafellssveit en þar var meðalnytin 7.403 kg á árskú sl. 12 mánuði. Á 23 búum sem skýrslur höfðu borist frá um miðnætti aðfaranótt 11. febr. reiknaðist meðalnytin nú 7.000 kg eða meiri en á 26 búum við næsta uppgjör á undan.
Nythæsta kýrin á síðustu 12 mánuðum var Huppa 1123 á Stóra-Ármóti í Flóa (f. Kappi 01031) en nyt hennar var 11.766 kg. Önnur nythæsta kýrin á tímabilinu var Sómalind 268 á Stakkhamri 2 á Snæfellsnesi (f. Reykur 06040) en hún mjólkaði 11.579 kg. Þriðja kýrin í röðinni var Tígulstjarna nr. 411 í Ytri-Skógum undir Austur-Eyjafjöllum (f. Hjálmur 04016) en nyt hennar var 11.337 kg undanfarna 12 mánuði. Fjórða nythæsta kýrin nú var kýr nr. 296 á Hóli í Firði í Önundarfirði (f. Trölli 98023) en hún skilaði 11.198 kg nyt síðustu 12 mánuðina. Hin fimmta á listanum að þessu sinni var Skálm nr. 654 í Miklaholti í Biskupstungum (f. Umbi 98036) en hún mjólkaði 11.098 kg á tímabilinu. Átta kýr mjólkuðu yfir 11.000 kg síðustu 12 mánuði, jafnmargar og við seinasta uppgjör.
Sjá nánar:
Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni
/sk