Nautgriparækt fréttir

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn janúar eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. febrúar var búið að skila skýrslum janúarmánaðar frá 93% þeirra 580 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.675,5 árskúa á fyrrnefndum búum, 539 að tölu, var 5.736 kg sl. 12 mánuði. Meðalnyt árskúa á síðasta ári reiknaðist 5.721 kg
Lesa meira

Framleiðsluaukning síðasta árs borin uppi af fjölgun kúa

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir árið 2014 hafa nú verið birtar og ekki hægt að segja annað en að þær beri nokkurn keim af þeim framleiðsluaðstæðum sem kúabændur búa nú við. Á síðasta ári jókst mjólkurframleiðsla á landinu um 8,6% milli ára og nam samtals 133,5 milljónum lítra sem er mesta innvigtun á einu ári um áratuga skeið. Á yfirstandandi ári er ljóst að gera þarf enn betur en greiðslumark mjólkur nemur nú 140 milljónum llíta sem er nærri 5% meira en framleiðsla síðasta árs. Í árslok var framleidd mjólk til sölu í 629 fjósum og meðalinnlegg á bú með innlegg allt árið nam 213.489 lítrum. Til þess að ná 140 milljóna lítra innleggi verða þessi 629 bú að framleiða 222.576 lítra að meðaltali eða 4,3% meira en meðalbúið framleiddi á síðasta ári. Það er í sjálfu sér ekki auðvelt ef aukning síðustu ára er höfð í huga en alls ekki ómögulegt.
Lesa meira

Ársuppgjör - niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2014

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2014 hafa verið reiknaðar og birtar á vef okkar. Þeir framleiðendur sem skiluðu afurðaupplýsingum á árinu voru 579 en á síðasta ári voru þeir 584. Virkir skýrsluhaldarar voru 575 við lok ársins 2014 og skýrsluskil voru 99% þegar gögnin voru tekin út á síðastliðnu miðnætti, aðfaranótt 23.janúar. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 23.861,3 árskýr skiluðu 5.721 kg nyt að meðaltali.
Lesa meira

Greiðslumark mjólkur 2015 verður 140 milljónir lítra

Í nýútkominni reglugerð um greiðslumark mjólkur og beinar greiðslur til bænda verðlagsárið 2015 er kveðið á um meiri aukningu á greiðslumarki en dæmi eru um áður. Greiðslumarkið eykst um 15 milljónir lítra eða 12% milli ára, úr 125 milljónum lítra á því ári sem senn er á enda í 140 milljónir lítra árið 2015. Heildarupphæð beingreiðslna er 5.591,8 milljónir kr., samanborið við 5.466 milljónir á þessu ári. Að raungildi er hún óbreytt milli ára. Þetta þýðir að meðalbeingreiðslur lækka í 39,94 kr. á lítra úr 43,73 kr á lítra.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nóvember 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nóvember eru orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. desember var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 92% þeirra 578 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.875,2 árskúa á fyrrnefndum búum, síðastliðna 12 mánuði, var 5.772 kg
Lesa meira

Sæðisdreifing úr Flekk 08029, Kletti 08030 og Bamba 08049

Eins og tilkynnt var í byrjun sumars er dreifing sæðis úr Flekk 08029, Kletti 08030 og Bamba 08030 háð takmörkunum þannig að bændur eiga rétt á ákveðnum skammtafjölda úr þessum nautum miðað við fjölda árskúa. Við viljum þakka þau góðu viðbrögð og skilning sem þessi ráðstöfun hefur notið enda brugðið á þetta ráð með það að leiðarljósi að allir fái notið þessara nauta.
Lesa meira

Nú er rétti tíminn til að gera pörunaráætlun

Nautgriparækt er að því leyti frábrugðin sauðfjárrækt og hrossarækt að ekki er gert ráð fyrir að bændur noti eigin karlkynsgripi til kynbóta heima á búunum, heldur séu þeir valdir sameiginlega fyrir stofninn í heild sinni. Að baki þessu liggja margvíslegar ástæður sem ekki verða allar tíundaðar hér en í grunninn má segja að hér miði menn að því að ná mestu mögulegu framförum í stofninum í heild sinni. Þrátt fyrir að kynbótanautin séu valin sameiginlega fyrir stofninn í heild sinni eru ákveðnir möguleikar á að stýra ræktun hverrar hjarðar fyrir sig, t.d. með kynbótaáætlun.
Lesa meira

Nýtt kynbótamat og ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær og ákvað hvaða reyndu naut verða til notkunar í vetur. Ákveðið var að gera ekki aðrar breytingar en þær að setja tvö ný naut í notkun sem reynd naut úr árgangi 2009. Þetta eru þeir Kraki 09002 frá Egilsstaðakoti í Flóa undan Þolli 99008, móðurfaðir Soldán 95010, og Bolti 09021 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi undan Spotta 01028, móðurfaðir Snotri 01027. Þetta eru fyrstu nautin sem koma til notkunar sem reynd naut úr þessum nautaárgangi.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í október 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir októbermánuð eru orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. nóvember var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 92% þeirra 577 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.811,4 árskúa á fyrrnefndum búum, síðastliðna 12 mánuði, var 5.763 kg
Lesa meira

Ný nautaskrá og ungnautaspjöld komin í dreifingu

Nautaskrá Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands er komin úr prentun og er í dreifingu með hefðbundnum hætti þessa dagana. Skráin er að þessu sinni með aðeins breyttu sniði á þann veg að þau naut sem áður hafa verið í skrá eru ekki kynnt jafnítarlega og þau sem ekki hafa verið í nautaskrá áður. Þannig eru „eldri“ nautin nú þrjú á síðu meðan að þau nýrri fá heilsíðu hvert að venju. Þá er útlit skráarinnar uppfært og fært til nútímalegra horfs að segja má. Við vonum að skráin nýtist vel við val á nautum til notkunar í vetur.
Lesa meira