Nautgriparækt fréttir

Viltu framleiða bestu mjólk í heimi?

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins býður bændum pakkalausnir í fóðurráðgjöf mjólkurkúa á komandi vetri. Pakkarnir eru tveir með mismiklu umfangi. Stabbi er minni í sniðum en í honum felast fóðuráætlanagerð, heysýnatúlkun, vöktun á efnainnihaldi mjólkur og nyt sem og ein eftirfylgniheimsókn. Stæða er heldur stærri í sniðum og inniheldur alla þætti Stabba auk gróffóðursýnatöku, mats á holdafari og aðstöðu til fóðrunar, leiðbeininga um fóðurverkun og beitaráætlanagerð ef tími vinnst til. Innifalin í Stabba er vinna ráðunauts í 8 tíma en í Stæðu er reiknað með að ráðunautur vinni 18 tíma fyrir bóndann.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl 2014 hafa nú verið settar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar urðu til á miðnætti aðfaranótt 12. maí var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 93% þeirra 578 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.122 árskúa síðastliðna 12 mánuði var 5.675 kg en var 5.655 kg mánuðinn á undan.
Lesa meira

Vel heppnaður fundur þátttakenda í Nautakjötsverkefni RML

Þann 23. apríl, á síðasta vetrardegi, hittust þátttakendur í Nautakjötsverkefni RML á fundi á Hvanneyri. Fjarfundir voru frá öðrum starfsstöðvum RML, á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Ísafirði.
Lesa meira

Fræðslufundur um gras- og grænfóðurrækt og beit mjólkurkúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins efnir til fræðslufundar um gras- og grænfóðurrækt og beit mjólkurkúa miðvikudaginn 23. apríl nk., síðasta vetrardag. Fundurinn hefst kl. 13:30 í húsakynnum LbhÍ á Hvanneyri, nánar tiltekið í fundarsalnum Borg á 2. hæð til hægri í Ásgarði.
Lesa meira

Fræðslufundir um fóðrun mjólkurkúa

Minnum á áður auglýsta fræðslufundi um fóðrun mjólkurkúa. Fundirnir hafa verið haldnir af RML undanfarna daga og enn eru þrír fundir eftir. Á fundunum er farið yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða, aukningu verðefna í mjólk og fóðuráætlanagerð.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar við lok mars 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í mars 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar urðu til á miðnætti aðfararnótt 11. apríl var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 94% þeirra 579 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.399,1 árskýr síðastliðna 12 mánuði var 5.655 kg.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa - breytt dagsetning

Fræðslufundi um fóðrun mjólkurkúa sem var áður auglýstur þann 10. apríl verður frestað til mánudagsins 14. apríl. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum LbhÍ á Hvanneyri og hefst kl. 13.00. Á fundinum verður farið yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða, aukningu verðefna í mjólk og fóðuráætlanagerð.
Lesa meira

Greiðslumark mjólkur lækkaði verulega í verði milli markaða

Niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark í mjólk 1. apríl 2014 hafa verið birtar á vef Matvælastofnunar. Jafnvægisverðið reyndist 260 kr. fyrir hvern lítra mjólkur. Alls bárust Matvælastofnun 32 tilboð um kaup eða sölu á greiðslumarki og var framboðið magn 1.891.961 lítrar en boðið var í 71.784 lítra. Kauphlutfall viðskipta reyndist 48,76%.
Lesa meira

Fræðslufundir RML um fóðrun og beit mjólkurkúa

Í vikunni 17. – 21. mars var norskur fóðurfræðingur, Jon Kristian Sommerseth í heimsókn hjá RML. Heimsóknin var fyrst og fremst liður í því að styrkja fóðurráðgjöf fyrirtækisins en einnig var tækifærið notað til að halda tvo bændafundi þar sem Jon var með erindi ásamt ráðunautum RML.
Lesa meira

Til þátttakenda í nautakjötsverkefni RML

Þessa dagana er unnið að greiningu rekstrargagna ársins 2013. Þegar gögn hafa borist munu ráðunautar hafa samband við þá bændur sem taka þátt í verkefninu og ræða gögnin og í framhaldinu gera rekstrargreiningu. Til þess að þetta sé hægt þurfa rekstrargögn ársins 2013 að berast sem fyrst.
Lesa meira