Aðilaskipti að greiðslumarki í mjólk nú leyfð þrisvar á ári
13.03.2014
Í lok síðustu viku gaf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra út breytingu á breytingu á reglugerð nr. 190/2011 um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum. Í breytingunni felst að markaðsdögum er fjölgað í þrjá á ári, frá og með yfirstandandi verðlagsári. Þannig verða tveir markaðsdagar fyrir aðilaskipti innan verðlagsársins, þann 1. apríl og 1. september, og einn markaðsdagur fyrir aðilaskipti sem taka gildi á næsta verðlagsári, þann 1. nóvember.
Lesa meira