Nautgriparækt fréttir

Auðhumla mun greiða fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk á næsta ári

Aðalfundur Landssambands kúabænda stendur nú yfir á Hótel Sögu í Reykjavík en hann hófst kl. 10 í morgun. Á fundinum lýsti Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu svf., því yfir að félagið muni greiða fullt afurðastöðvaverð fyrir alla innvegna mjólk á árinu 2015.
Lesa meira

Gæðastýrt afurðaskýrsluhald nautgriparæktarinnar - kýrsýnaskil

Nú er fyrsti fjórðungur ársins 2014 senn á enda. Ef mjólkurframleiðendur ætla að tryggja sér rétt til þess að fá greitt gæðastýringarálag fyrir þann fjórðung þurfa þeir að hafa skilað sýnum úr mjólk einstakra kúa (kýrsýnum) tvívegis á þeim tíma. Einnig þurfa allar mjólkurskýrslurnar að hafa skilað sér 10. dags mánaðarins eftir mælingarmánuð.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa - Egilsstöðum

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa verður haldinn í Fjóshorninu á Egilsstöðum þriðjudaginn 1. apríl kl. 13.00. Farið verður yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða og meiri verðefna í mjólk. Sérstök áhersla verður lögð á sumarbeit og nýtingu grænfóðurs.
Lesa meira

Léttur burður hjá dönskum Angus-kúm

Á ráðstefnu Dansk Kvæg sem haldin var í Danmörku í lok febrúar 2014 voru haldin mörg áhugaverð erindi. Eitt þeirra var erindi eftir landsráðunaut nautakjötsframleiðenda Jörgen Skov Nielsen. Í erindinu fór hann yfir stöðu mála á þessu sviði í Danmörku.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa - Kirkjubæjarklaustri

Miðvikudaginn 26. mars verður haldinn fræðslufundur á Hótel Klaustur á Kirkjubæjarklaustri kl. 13.30 um fóðrun mjólkurkúa til aukinnar framleiðslu með hærri verðefnum. Á fundinn mæta Jóna Þórunn Ragnarsdóttir frá RML og fer yfir helstu þætti er varðar fóðrun til afurða og hærri verðefna í mjólk.
Lesa meira

Aðilaskipti að greiðslumarki í mjólk nú leyfð þrisvar á ári

Í lok síðustu viku gaf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra út breytingu á breytingu á reglugerð nr. 190/2011 um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum. Í breytingunni felst að markaðsdögum er fjölgað í þrjá á ári, frá og með yfirstandandi verðlagsári. Þannig verða tveir markaðsdagar fyrir aðilaskipti innan verðlagsársins, þann 1. apríl og 1. september, og einn markaðsdagur fyrir aðilaskipti sem taka gildi á næsta verðlagsári, þann 1. nóvember.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa

Fræðslufundur RML um fóðrun mjólkurkúa verður haldinn á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd miðvikudaginn 19. mars kl. 13.00. Farið verður yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða og meiri verðefna í mjólk. Sérstök áhersla verður lögð á sumarbeit og nýtingu grænfóðurs.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar við lok febrúar 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar við lok febrúar 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. mars var búið að skila skýrslum fyrir febrúarmánuð frá 95% þeirra 582 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.551 árskýr var 5.643 kg síðastliðna 12 mánuði.
Lesa meira

Upplýsingar um síðustu ungnautin fædd árið 2012

Nú eru upplýsingar um sex ungnaut til viðbótar komnar á vef nautaskrárinnar, www.nautaskra.net. Þetta eru síðustu ungnautin fædd árið 2012, sem sæði úr kemur til dreifingar og telur árgangurinn þá 26 naut. Sæði úr þessum nautum kemur til dreifingar innan skamms. Nautin sem um ræðir að þessu sinni eru Gandálfur 12081 frá Keldudal í Hegranesi, undan Kola 06003, Eldar 12089 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi, undan Stássa 04024, Sjarmi 12090 frá Hrepphólum í Hrunamannahreppi, undan Kola 06003, Prúður 12091 frá Neðri-Torfustöðum í Miðfirði, undan Birtingi 05043, Dúett 12097 frá Egilsstaðakoti í Flóa, undan Birtingi 05043 og Polki 12099 frá Brúnastöðum í Flóa, undan Kola 06003.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa

Fræðslufundur RML um fóðrun mjólkurkúa verður haldinn í Þingborg í Flóa þriðjudaginn 18. mars kl. 13.30. Farið verður yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða og hærri verðefna í mjólk. Sérstök áhersla verður lögð á sumarbeit og nýtingu grænfóðurs.
Lesa meira