Nautgriparækt fréttir

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júní 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júní 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. júlí var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 87% þeirra búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.112 árskúa á búunum, sem skýrslurnar höfðu borist frá, síðastliðna 12 mánuði var 5.702 kg
Lesa meira

Fimm ný naut úr 2008 árgangi til notkunar sem reynd

Í gær fundaði fagráð í nautgriparækt að lokinni keyrslu á kynbótmati sem gert var nú í júní. Á fundinum var ákveðið að setja fimm ný naut úr nautaárgangi 2008 í notkun sem reynd naut. Þetta eru Þáttur 08021, Flekkur 08029, Klettur 08030, Gói 08037 og Bambi 08049. Þau naut sem verða áfram í dreifingu sem reynd naut eru: Logi 06019, Dynjandi 06024, Hjarði 06029, Víðkunnur 06034, Sandur 07014, Rjómi 07017, Húni 07041, Toppur 07046, Lögur 07047, Keipur 07054, Blámi 07058, Laufás 08003 og Blómi 08017.
Lesa meira

Norskir ráðunautar heimsóttu RML

Dagana 12. til 15. júní sl. komu 5 norskir ráðunautar í fóðrun mjólkurkúa í heimsókn til starfssystra sinna hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins á Suðurlandi. Konurnar vinna allar í ráðunautateymi mjólkursamlagsins TINE sem kallast „Topp Team Fôring“. Farið var um sveitir Suðurlands og allir helstu ferðamannastaðir skoðaðir. Þá var einnig farið í heimsókn til bænda þar skoðuð voru fjós og einnig beitargróður. Það vakti athygli hve kýrnar á mörgum bæjanna voru á góðri beit; stór beitarstykki með nægilegum gróðri auk þess sem norsku gestunum fannst lítið um rof í gróðurþekjunni vegna traðks.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í maí 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í maí 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. júní var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 89% þeirra 580 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 20.480 árskúa á búunum, sem skýrslurnar höfðu borist frá, síðastliðna 12 mánuði var 5.707 kg
Lesa meira

Viltu framleiða bestu mjólk í heimi?

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins býður bændum pakkalausnir í fóðurráðgjöf mjólkurkúa á komandi vetri. Pakkarnir eru tveir með mismiklu umfangi. Stabbi er minni í sniðum en í honum felast fóðuráætlanagerð, heysýnatúlkun, vöktun á efnainnihaldi mjólkur og nyt sem og ein eftirfylgniheimsókn. Stæða er heldur stærri í sniðum og inniheldur alla þætti Stabba auk gróffóðursýnatöku, mats á holdafari og aðstöðu til fóðrunar, leiðbeininga um fóðurverkun og beitaráætlanagerð ef tími vinnst til. Innifalin í Stabba er vinna ráðunauts í 8 tíma en í Stæðu er reiknað með að ráðunautur vinni 18 tíma fyrir bóndann.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl 2014 hafa nú verið settar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar urðu til á miðnætti aðfaranótt 12. maí var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 93% þeirra 578 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.122 árskúa síðastliðna 12 mánuði var 5.675 kg en var 5.655 kg mánuðinn á undan.
Lesa meira

Vel heppnaður fundur þátttakenda í Nautakjötsverkefni RML

Þann 23. apríl, á síðasta vetrardegi, hittust þátttakendur í Nautakjötsverkefni RML á fundi á Hvanneyri. Fjarfundir voru frá öðrum starfsstöðvum RML, á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Ísafirði.
Lesa meira

Fræðslufundur um gras- og grænfóðurrækt og beit mjólkurkúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins efnir til fræðslufundar um gras- og grænfóðurrækt og beit mjólkurkúa miðvikudaginn 23. apríl nk., síðasta vetrardag. Fundurinn hefst kl. 13:30 í húsakynnum LbhÍ á Hvanneyri, nánar tiltekið í fundarsalnum Borg á 2. hæð til hægri í Ásgarði.
Lesa meira

Fræðslufundir um fóðrun mjólkurkúa

Minnum á áður auglýsta fræðslufundi um fóðrun mjólkurkúa. Fundirnir hafa verið haldnir af RML undanfarna daga og enn eru þrír fundir eftir. Á fundunum er farið yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða, aukningu verðefna í mjólk og fóðuráætlanagerð.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar við lok mars 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í mars 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar urðu til á miðnætti aðfararnótt 11. apríl var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 94% þeirra 579 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.399,1 árskýr síðastliðna 12 mánuði var 5.655 kg.
Lesa meira