Nautgriparækt fréttir

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í júní 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir júní eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til laust fyrir hádegi þann 13. júlí var búið að skila skýrslum fyrir júní frá 90% búanna sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.325,7 árskúa á fyrrnefndum 90% búanna, var 5.737 kg sl. 12 mánuði.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í maí 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir maí eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til um kl. 8:30 að morgni þess 11. júní var búið að skila skýrslum maímánaðar frá 89% þeirra 580 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.144,9 árskúa á fyrrnefndum 89% búanna, var 5.746 kg sl. 12 mánuði.
Lesa meira

Upplýsingar um fyrstu naut úr 2014 árgangi

Upplýsingar um fyrstu óreyndu nautin úr árgangi 2014 sem koma til dreifingar eru komnar á vef nautaskráarinnar, nautaskra.net. Um er að ræða Brján 14002 frá Brjánsstöðum í Grímsnesi, Fót 14006 frá Búvöllum á Aðaldal, Myrkva 14007 frá Vestri-Reyni í Hvalfjarðarsveit, Hæl 14008 frá Hæli 1 í Skeiða- og Gnúpverjahr., Skrúð 14014 frá Hvammi á Galmaströnd, Skálda 14019 frá Skáldsstöðum í Eyjafirði, Kóral 14020 frá Fagurhlíð í Landbroti og Sæþór 14021 frá Kvíabóli í Köldukinn.
Lesa meira

Nýtt kynbótamat og ný reynd naut í notkun

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær í kjölfar þess að keyrt var nýtt kynbótamat núna í maí. Ákveðið var að hefja dreifingu á sæði úr þrem nýjum reyndum nautum. Þau eru Gustur 09003 frá Hóli í Sæmundarhlíð sem kemur til notkunar sem nautsfaðir, Foss 09042 frá Fossi í Hrunamannahreppi og Gæi 09047 frá Svertingsstöðum 2 í Eyjafirði. Nú þegar hefur frjótæknum verið sent sæði úr þessum nautum.
Lesa meira

Verð eyrnamerkja í nautgripi lækkar um 15% þann 1. júní n.k.

Þann 1. júní nk. verður breyting á sölufyrirkomulagi plötumerkja í nautgripi og svín við pantanir í einstaklingsmerkingakerfinu MARK (www.bufe.is). Bændasamtök Íslands munu hætta umsýslu með sölu merkjanna og á sama tíma verður hætt að draga kaupverð á plötumerkjum í nautgripi af beingreiðslum til bænda. Kaup og sala á plötumerkjum verður frá og með 1. júní 2015 alfarið á milli merkjasala og bænda, eins og verið hefur við pöntun á t.d. plötumerkjum fyrir sauðfé. Merki verður eftir sem áður hægt að panta í gegnum MARK og þar verður engin breyting á fyrirkomulagi við pöntun. Eina breytingin er, eins og áður sagði, að frá og með 1. júní n.k. verður sendur reikningur með pöntuðum merkjum en kaupverðið ekki dregið af beingreiðslum.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir apríl eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til síðdegis þ. 11. maí var búið að skila skýrslum aprílmánaðar frá 91% þeirra 579 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.495,4 árskúa á fyrrnefndu 91% búanna, var 5.747 kg sl. 12 mánuði.
Lesa meira

Vangaveltur um nautakjötsframleiðslu

Í komandi bændablaði, þann 16. apríl 2015, verður birtur pistill um nautakjötsframleiðslu. Mikil sóknarfæri eru til staðar í þeirri búgrein en í meginatriðum eru góð fóðrun og aðbúnaður forsendur þess að gripur nái að skila því sem ætlast er til út frá þeim markmiðum sem bóndinn setur sér.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í mars 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir mars eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 13. apríl var búið að skila skýrslum fyrir marsmánuð frá 94% þeirra 578 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 23.020,4 árskúa á fyrrnefndum 94% búanna, var 5.749 kg sl. 12 mánuði.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í febrúar 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir febrúar eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 12. mars var búið að skila skýrslum fyrir febrúarmánuð frá 90% þeirra 580 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.922,2 árskúa á fyrrnefndum 90% búanna, var 5.751 kg sl. 12 mánuði. Sambærileg tala við lok janúar var 5.736 kg.
Lesa meira

Upplýsingar um sjö ný naut úr 2013 árgangi

Nú eru komnar upplýsingar á nautaskra.net um sjö ný ungnaut fædd árið 2013. Þetta eru þeir Pá 13078 frá Skerðingsstöðum í Hvammssveit, f. Hjarði 06029, mf. Frami 05034, Mórall 13079 frá Litla-Ármóti í Flóa, f. Víðkunnur 06034, mf. Ófeigur 02016, Straumur 13082 frá Dæli í Fnjóskadal, f. Víðkunnur 06034, mf. Ófeigur 02016,Jöfur 13083 frá Seljavöllum í Hornafirði, f. Hjarði 06029, mf. Laski 00010, Lurkur 13084 frá Torfum í Eyjafirði, f. Kambur 06022, mf. Ófeigur 02016, Dans 13087 frá Brúnastöðum í Flóa, f. Hjarði 06029, mf. Stígur 97010 og Aladín 13088 frá Reykjum á Skeiðum, f. Baldi 06010, mf. Flói 02029.
Lesa meira