Nautgriparækt fréttir

Í hlaðvarpanum í Bryðjuholti

S.l. mánudagskvöld hóf göngu sína nýr þáttur um landbúnaðarmál á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þátturinn sem hlotið hefur nafnið Í hlaðvarpanum verður á dagskrá á mánudagskvöldum og er í umsjón Áskels Þórissonar og Beglindar Hilmarsdóttur. Áskell er kannski einna kunnastur innan landbúnaðarins sem ritstjóri Bændablaðsins á sínum tíma og Berglind er kúabóndi á Núpi undir Eyjafjöllum. Þarna er því á ferðinni fólk sem þekkir vel til málaflokksins.
Lesa meira

Nautaskrá veturinn 2016 komin út

Nautaskrá fyrir veturinn 2016 er komin út og er dreifing á henni til kúabænda þegar hafin. Skráin inniheldur upplýsingar um þau reyndu naut sem eiga sæði í dreifingu og eru þau 16 talsins. Að venju er skrána einnig að finna á vefnum á slóðinni www.nautaskra.net sem pdf-skjal auk þess sem hægt er að fletta henni sem rafbók.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum janúar hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um kl. 10:00 þ. 11. febrúar, höfðu skýrslur borist frá 94% þeirra 577 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 24.281,9 árskúa á þessum 94% búanna, var 5.931 kg
Lesa meira

Námskeið í Huppu

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands bjóða upp á námskeið í nautgriparæktarkerfinu Huppu í febrúar og mars 2016. Námskeiðið er ætlað bændum og búaliði er hafa metnað til eflingar nautgriparæktar í landinu. Námskeiðið er tvískipt þar sem á fyrri hlutanum er farið yfir grunnatriði. Nemendur fara þá heim með ákveðin verkefni og koma svo aftur á seinni hlutann þar sem tekist verður á við flóknari verkefni.
Lesa meira

Upplýsingar um fjögur ungnaut fædd 2014

Búið er að bæta við upplýsingum fjögur ungnaut fædd 2014 á nautaskra.net. Um er að ræða naut sem verið er að hefja dreifingu sæðis úr þessa dagana. Þetta eru Skagfjörð 14044 frá Daufá í Skagafirði undan Húna 07041 og Spes 353 Eldsdóttur 04001, Stáli 14050 frá Hlemmiskeiði á Skeiðum undan Legi 07047 og Birnu 805 Reyksdóttur 06040, Unnar 14058 frá Sökku í Svarfaðardal undan Húna 07041 og Unni 636 Fontsdóttur 98027 og Trompás 14070 frá Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði undan Dynjanda 06024 og Ölmu 238 Aðalsdóttur 02039.
Lesa meira

Ársuppgjör - niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2015

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2015 hafa verið reiknaðar og birtar hér á vef okkar. Hér á eftir verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu. Þeir framleiðendur sem skiluðu upplýsingum um afurðir kúa sinna á nýliðnu ári voru 582 en á árinu 2014 voru þeir 579. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 25.609,9 árskýr skiluðu 5.851 kg nyt að meðaltali. Það er hækkun um 130 kg frá árinu 2014, en þá skiluðu 23.861 árskýr meðalnyt upp á 5.721 kg, og mestu meðalafurðir sem mælst hafa á landinu. Mestar meðalafurðir 2015 voru í Austur-Skaftafellssýslu 6.138 kg eftir árskú. Árið 2014 voru meðalafurðirnar einnig mestar þar, 6.302 kg eftir árskú. Meðalbústærð reiknaðist 44,0 árskýr á árinu 2015 en sambærileg tala var 41,2 árið á undan. Meðalbústærð reiknuð í skýrslufærðum kúm var nú 56,8 kýr en 2014 reiknuðust þær 54,2.
Lesa meira

Góður árangur í Kolsholti í Flóa á síðasta ári

Bændurnir í Kolsholti í Flóa hafa náð miklum árangri í afurðum eftir hverja kú á seinasta ári. Í Kolsholti er stundaður kúabúskapur en auk þess er þar rekið verkstæði. Fjósið er lausagöngufjós fyrir 45 kýr byggt árið 1985. Haustið 2014 var mjaltabásinn endurnýjaður, keyptur notaður mjaltabás og honum komið fyrir með tilheyrandi breytingum og aðlögun.
Lesa meira

Kynbótaráðgjöf, nú er rétti tíminn!

Rétt er að minna bændur á að í desember var keyrð uppfærsla á kynbótamati í nautgriparækt og í framhaldi af því kom Fagráð í nautgriparækt saman og ákveðið var hvaða ný naut verða í notkun næstu mánuði.
Lesa meira

Greiðslumark mjólkur verður 136 milljónir lítra á árinu 2016

Reglugerð um greiðslumark mjólkur og beinar greiðslur til bænda verðlagsárið 2016 var birt í Stjórnartíðindum þann 30. desember s.l. Greiðslumarkið lækkar um 4 milljónir lítra eða 2,86% milli ára, úr 140 milljónum lítra á nýliðnu ári í 136 milljónir lítra á því yfirstandandi. Heildarupphæð beingreiðslna er 5.521,8 milljónir kr., samanborið við 5.591,8 milljónir á síðasta ári. Þetta þýðir að meðalbeingreiðslur hækka í 40,60 kr. á lítra úr 39,94 kr á lítra.
Lesa meira

Upplýsingar um fjögur ungnaut fædd 2014

Búið er að bæta við upplýsingum fjögur ungnaut fædd 2014 á nautaskra.net. Um er að ræða naut sem verið er að hefja sæðisdreifingu úr. Þetta eru Baggi 14043 frá Hvanneyri í Andakíl undan Toppi 07046 og Skuld 1539 Aðalsdóttur 02039, Kross 14057 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannareppi undan Toppi 07046 og Heiðbjörtu 588 Laskadóttur 00010, Losti 14061 frá Helluvaði á Rangárvöllum undan Húna 07041 og Djásn 700 Ássdóttur 02048 og Svanur 14068 frá Bryðjuholti í Hrunamannahreppi undan Hjarða 06029 og Önnu 506 Ófeigsdóttur 02016.
Lesa meira