Nautgriparækt fréttir

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í maí 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni fyrir maí síðastliðinn hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til laust eftir hádegið þ. 13. júní, höfðu skýrslur borist frá um það bil 91% þeirra 578 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 23.644,9 árskúa á þessum búum, var 6.102 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Nýtt kynbótamat í nautgriparækt

Nýlokið er keyrslu á nýju kynbótamati í nautgriparæktinni. Fagráð í nautgriparækt mun funda n.k. mánudag, 13. júní, og fara yfir niðurstöðurnar. Einkum og sér í lagi verður horft til eldri hluta þess nautahóps sem fæddur er 2010, en sá hluti nautanna sem á nægjanlega margar dætur til að kynbótamatið hafi náð tilskyldu öryggi mun koma til dóms. Það ræðst því á fundi fagráðs hvaða naut verða tekin til frekari notkunar á næstu mánuðum.
Lesa meira

6.000 lítra múrinn rofinn - niðurstöður úr afurðaskýrslum nautgriparæktarinnar í mars 2015

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni nú í mars hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um hádegisbil þ. 11. apríl, höfðu skýrslur borist frá 93% þeirra 578 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 24.055,0 árskúa á þessum 93% búanna, var 6.003 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í febrúar 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum febrúar hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um kl. 11:00 þ. 11. mars, höfðu skýrslur borist frá 95% þeirra 577 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 24.557,5 árskúa á þessum 95% búanna, var 5.970 kg á síðustu 12 mánuðum.
Lesa meira

Reiknivél fyrir bændur vegna nýrra búvörusamninga

RML hefur útbúið reiknivél fyrir bændur í excel þar sem unnt er að skoða áhrif nýrra búvörusamninga á tekjur búa sinna. Búið er að bæta inn útgáfu 3 sem er endurbætt frá útgáfu 2 og býður upp á að verðbólguálag sé sett á opinberar greiðslur.
Lesa meira

Í hlaðvarpanum í Bryðjuholti

S.l. mánudagskvöld hóf göngu sína nýr þáttur um landbúnaðarmál á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þátturinn sem hlotið hefur nafnið Í hlaðvarpanum verður á dagskrá á mánudagskvöldum og er í umsjón Áskels Þórissonar og Beglindar Hilmarsdóttur. Áskell er kannski einna kunnastur innan landbúnaðarins sem ritstjóri Bændablaðsins á sínum tíma og Berglind er kúabóndi á Núpi undir Eyjafjöllum. Þarna er því á ferðinni fólk sem þekkir vel til málaflokksins.
Lesa meira

Nautaskrá veturinn 2016 komin út

Nautaskrá fyrir veturinn 2016 er komin út og er dreifing á henni til kúabænda þegar hafin. Skráin inniheldur upplýsingar um þau reyndu naut sem eiga sæði í dreifingu og eru þau 16 talsins. Að venju er skrána einnig að finna á vefnum á slóðinni www.nautaskra.net sem pdf-skjal auk þess sem hægt er að fletta henni sem rafbók.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum janúar hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um kl. 10:00 þ. 11. febrúar, höfðu skýrslur borist frá 94% þeirra 577 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 24.281,9 árskúa á þessum 94% búanna, var 5.931 kg
Lesa meira

Námskeið í Huppu

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands bjóða upp á námskeið í nautgriparæktarkerfinu Huppu í febrúar og mars 2016. Námskeiðið er ætlað bændum og búaliði er hafa metnað til eflingar nautgriparæktar í landinu. Námskeiðið er tvískipt þar sem á fyrri hlutanum er farið yfir grunnatriði. Nemendur fara þá heim með ákveðin verkefni og koma svo aftur á seinni hlutann þar sem tekist verður á við flóknari verkefni.
Lesa meira

Upplýsingar um fjögur ungnaut fædd 2014

Búið er að bæta við upplýsingum fjögur ungnaut fædd 2014 á nautaskra.net. Um er að ræða naut sem verið er að hefja dreifingu sæðis úr þessa dagana. Þetta eru Skagfjörð 14044 frá Daufá í Skagafirði undan Húna 07041 og Spes 353 Eldsdóttur 04001, Stáli 14050 frá Hlemmiskeiði á Skeiðum undan Legi 07047 og Birnu 805 Reyksdóttur 06040, Unnar 14058 frá Sökku í Svarfaðardal undan Húna 07041 og Unni 636 Fontsdóttur 98027 og Trompás 14070 frá Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði undan Dynjanda 06024 og Ölmu 238 Aðalsdóttur 02039.
Lesa meira