Gríðarvænu nauti slátrað á Blönduósi

Mynd af vef SAH afurða ehf.
Mynd af vef SAH afurða ehf.

Á vef SAH afurða ehf segir frá því að 14. febrúar síðastliðinn, hafi nautinu Jóni Mána frá Syðri-Löngumýri verið slátrað. Vóg hann 482,7 kg og er sennilega þyngsta naut sem lagt hefur verið inn hjá SAH afurðum ehf. Jón Máni var 26 mánaða gamall af Limousine stofni, undan Linda 95452 og móðurfaðir hans var einnig Lindi þannig að Jón Máni var nokkuð skyldleikaræktaður. Hann var undan holdakúnni Stellu 313 sem Sigurður Ingi á Syðri-Löngumýri gaf konu sinni Birgittu í brúðkaupsafmælisgjöf fyrir nokkrum árum. Það var því vel við hæfi að Jóni Mána skyldi slátrað á Valentínusardaginn.

Jóni Mána var slátrað 798 daga gömlum og hafði þá vaxið um 586 grömm á dag miðað við fallþunga. Miðað við algengt kjöthlutfall má reikna með að Jón Máni hafi vegið nálægt 1 tonni á fæti og vaxið um 1.100-1.200 grömm á dag miðað við lifandi þunga.

amj