Nýr starfsmaður hjá RML

Mynd: BBL
Mynd: BBL

Þorvaldur Kristjánsson hefur verið ráðinn hrossaræktarráðunautur hjá RML og starfar á Búfjárræktar- og þjónustusviði. Þorvaldur er öllum hnútum kunnugur innan hrossaræktarinnar og starfaði hjá RML á árunum 2015-2020. Þorvaldur er með doktorsmenntun í búvísindum, hefur verið alþjóðlegur kynbótadómari frá árinu 2002, haldið fjölda námskeiða bæði hér heima og erlendis og veitt ráðgjöf í hrossarækt. Þorvaldur hefur unnið lengi á samstarfsvettvangi FEIF fyrir Íslands hönd og sem meðlimur fagráðs í hrossarækt.
Starfsstöð hans verður í Reykjavík á Höfðabakka 9, 4. hæð.
Þorvaldur hefur þegar hafið störf hjá RML og við bjóðum hann velkominn til starfa.

Á starfsstöðinni í Reykjavík starfa ásamt Þorvaldi:
Berglind Ósk Alfreðsdóttir, ráðunautur á Rekstrar- og umhverfissviði
Hrefna Hreinsdóttir, fulltrúi á Fjármála- og tæknisviði
Ívar Ragnarsson, ráðgjafi á Rekstrar- og umhverfissviði
Jóhann Már Sigurbjörnsson, kerfisstjóri á Fjármála- og tæknisviði
Sigurður Kristjánsson, ráðunautur á Búfjárræktar- og þjónustusviði
Sigrún Dögg Eddudóttir, ráðgjafi á Rekstrar- og umhverfissviði
Þórey Gylfadóttir, ráðunautur á Rekstrar- og umhverfissviði

 /hh