Upplýsingar um sjö ný naut úr 2013 árgangi

Jöfur 13083
Jöfur 13083

Nú eru komnar upplýsingar á nautaskra.net um sjö ný ungnaut fædd árið 2013. Þetta eru þeir Pá 13078 frá Skerðingsstöðum í Hvammssveit, f. Hjarði 06029, mf. Frami 05034, Mórall 13079 frá Litla-Ármóti í Flóa, f. Víðkunnur 06034, mf. Ófeigur 02016, Straumur 13082 frá Dæli í Fnjóskadal, f. Víðkunnur 06034, mf. Ófeigur 02016,Jöfur 13083 frá Seljavöllum í Hornafirði, f. Hjarði 06029, mf. Laski 00010, Lurkur 13084 frá Torfum í Eyjafirði, f. Kambur 06022, mf. Ófeigur 02016, Dans 13087 frá Brúnastöðum í Flóa, f. Hjarði 06029, mf. Stígur 97010 og Aladín 13088 frá Reykjum á Skeiðum, f. Baldi 06010, mf. Flói 02029.

Að venju verða senda út til bænda spjöld með upplýsingum um þessi naut en einnig er að finna pdf-skjal af spjöldunum á nautaskra.net sem hægt er að prenta út.

Sæði úr þessum nautum mun fara í dreifingu frá nautastöðinni á allra næstu dögum.

Sjá nánar:

Nautaskra.net

/gj