Upplýsingar um fyrstu naut úr 2014 árgangi

Skrúður 14014
Skrúður 14014

Upplýsingar um fyrstu óreyndu nautin úr árgangi 2014 sem koma til dreifingar eru komnar á vef nautaskráarinnar, nautaskra.net. Um er að ræða Brján 14002 frá Brjánsstöðum í Grímsnesi, Fót 14006 frá Búvöllum á Aðaldal, Myrkva 14007 frá Vestri-Reyni í Hvalfjarðarsveit, Hæl 14008 frá Hæli 1 í Skeiða- og Gnúpverjahr.,  Skrúð 14014 frá Hvammi á Galmaströnd, Skálda 14019 frá Skáldsstöðum í Eyjafirði, Kóral 14020 frá Fagurhlíð í Landbroti og Sæþór 14021 frá Kvíabóli í Köldukinn.

Faðerni þessara nauta er blandað en þeir eru undan Vindli 05028, Balda 06010, Kambi 06022, Hjarða 06029 og Víðkunni 06034. Þeir koma til dreifingar á næstu dögum og vikum um land allt.

Þá mun prentuðum spjöldum með upplýsingum um þessi naut verða dreift á næstu dögum.

/gj