Vel heppnaður fundur þátttakenda í Nautakjötsverkefni RML

Þann 23. apríl, á síðasta vetrardegi, hittust þátttakendur í Nautakjötsverkefni RML á fundi á Hvanneyri. Fjarfundir voru frá öðrum starfsstöðvum RML, á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Ísafirði.

Á fundinum var farið yfir stöðu verkefnisins, ráðunautar RML voru með stutta fyrirlestra um aðbúnað, rekstur og fóðrun ásamt því að tekið var saman hvernig staðan væri í heild sinni í úrvinnslu gagna er tengjast verkefninu.

Alls eru 16 bú skráð í verkefnið núna, en nokkur fleiri bú voru með í verkefninu í upphafi. Á fundina mættu aðilar frá 12 búum víðs vegar af landinu og má því segja að þátttakan hafi verið afar góð. Menn voru á einu máli um að fundurinn hefði verið gagnlegur. Þar fengu menn fengu tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri og var mikið rætt um stöðu greinarinnar og framtíðarvonir.

eng/okg