Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Búið er að bæta við uplýsingum fjögur ungnaut fædd 2014 á nautaskra.net. Um er að ræða naut sem verið er að hefja sæðisdreifingu úr. Þetta eru Baggi 14043 frá Hvanneyri í Andakíl undan Toppi 07046 og Skuld 1539 Aðalsdóttur 02039, Kross 14057 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannareppi undan Toppi 07046 og Heiðbjörtu 588 Laskadóttur 00010, Losti 14061 frá Helluvaði á Rangárvöllum undan Húna 07041 og Djásn 700 Ássdóttur 02048 og Svanur 14068 frá Bryðjuholti í Hrunamannahreppi undan Hjarða 06029 og Önnu 506 Ófeigsdóttur 02016.
Þarna eru fyrstu synir þeirra Húna 07041 og Topps 07046 að koma til dreifingar.
Að venju er að finna pdf-skjal með sambærilegum upplýsingum á nautaskra.net sem hægt er að skoða og/eða prenta út. Prentuð útgáfa spjaldanna fer í dreifingu nú á allra næstu dögum.
/gj