Nautgriparækt fréttir

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni í ágúst 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni nú í ágúst hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nokkru eftir hádegið þ. 13. september, höfðu skýrslur borist frá 90% þeirra 574 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 23.030,2 árskúa á þessum 90% búanna, var 6.163 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Jafnvægisverð á greiðslumarki mjólkur 240 kr/l.

Matvælastofnun bárust 76 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði með greiðslumark mjólkur þann 1. september 2016, sem nú er lokið. Þetta kemur fram á heimasíðu Matvælastofnunar. Markaðurinn að þessu sinni var með þeim stærstu frá upphafi markaðar fyrir greiðslumark mjólkur. Kveðið er á tilboðsmarkað með greiðslumark mjólkur í reglugerð um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum nr. 190/2011 með síðari breytingum. Aðeins var hægt að bjóða til sölu ónotað greiðslumark mjólkur á tilboðsmarkaðnum að þessu sinni.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni við lok júlí 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum júlí hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nokkru fyrir hádegið þ. 11. ágúst, höfðu skýrslur borist frá 86% þeirra 574 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 22.159,2 árskúa á þessum 86% búanna, var 6.166 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Fjögur naut úr 2015 árgangi í dreifingu

Nú eru komnar upplýsingar um fjögur naut úr 2015 árgangi nauta hér á vefinn. Þetta eru þeir Lúði 15017 frá Geirakoti í Flóa undan Hjarða 06029 og Salvöru 647 Skandalsdótur 03034, Golíat 15018 frá Keldudal í Hegranesi undan Laufási 08003 og Emmu 738 Boltadóttur 09021, Köngull 15019 frá Auðsholti í Hrunamannahr. undan Toppi 07046 og Furu 933 Bambadóttur 08049 og Jólnir 15022 frá Reykjahlíð á Skeiðum undan Bamba 08049 og Borgey 638 Sússadóttur 05037. Jólnir er fyrsti sonur Bamba 08049 sem kemur til dreifingar.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í júní 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum júní hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um hádegisbilið þ. 13. júlí, höfðu skýrslur borist frá 89% þeirra 577 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 22.996,1 árskýr á þessum 89% búanna, var 6.128 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Verð á mjólk til bænda hækkar um 1,77 kr/l. þann 1. júlí n.k.

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið samhljóða ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækki um 2,5% þann 1. júlí 2016. Breytingin er einkum til komin vegna hækkunar launa. Hins vegar lækkar undanrennu- og mjólkurduft um 20% til að mæta áhrifum nýs tollasamnings við ESB og lækkun heimsmarkaðsverðs á dufti. Vegin meðaltals hækkun er því 2,1%. Kostnaður við lækkunina skiptist jafnt á milli bænda og mjólkuriðnaðarins.
Lesa meira

Minnislisti fjósbyggjandans

Árið 2011 var lokið við uppgjör rannsóknaverkefnisins „Betri fjós“ en það verkefni leiddi m.a. í ljós að þrátt fyrir að töluverð reynsla hafi skapast hér á landi við hönnun, byggingu eða breytingu fjósa, þá reyndust öll fjós sem heimsótt voru í því rannsóknaverkefni innihalda einhverja galla. Flesta gallana hefði mátt koma í veg fyrir með meiri þekkingu á hönnun og/eða frágangi við byggingu eða breytingu fjósanna. Skýringuna á þessum mistökum má vafalítið heimfæra upp á smæð markaðarins á Íslandi, en harla erfitt og raunar ólíklegt er að hægt sé að fá jafn góða þjónustu við hönnun fjósa og leiðbeiningar við byggingu eða breytingar fjósa hér á landi og kúabændur erlendis geta fengið, enda eru nýbyggingar eða breytingar á fjósum hér á landi ekki taldar nema í fáeinum tugum árlega.
Lesa meira

Ný reynd naut að koma í dreifingu

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum í gær að sæði úr 17 reyndum nautum verði í dreifingu í sumar. Áfram verður í dreifingu sæði úr; Loga 06019, Rjóma 07017, Keip 07054, Bláma 07058, Blóma 08017, Þætti 08021, Flekk 08029, Góa 08037, Gust 09003, Bolta 09021, Gæja 09047, Ferli 09070 og Drætti 09081. Þau naut sem koma ný til notkunar eru úr árganginum sem fæddist 2010. Þetta eru: Strákur 10011 frá Naustum í Eyrarsveit, undan Pontíusi 02028, mf. Kaðall 94017, Drangi 10031 frá Bakka í Öxnadal, undan Glæði 02001, mf. Ás 02048, Fossdal 10040 frá Merkigili í Eyjafirði, undan Glæði 02001, mf. Hamar 94009, og Bætir 10086 frá Núpstúni í Hrunamannahreppi, undan Síríusi 02032, mf. Stöðull 05001.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í maí 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni fyrir maí síðastliðinn hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til laust eftir hádegið þ. 13. júní, höfðu skýrslur borist frá um það bil 91% þeirra 578 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 23.644,9 árskúa á þessum búum, var 6.102 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Nýtt kynbótamat í nautgriparækt

Nýlokið er keyrslu á nýju kynbótamati í nautgriparæktinni. Fagráð í nautgriparækt mun funda n.k. mánudag, 13. júní, og fara yfir niðurstöðurnar. Einkum og sér í lagi verður horft til eldri hluta þess nautahóps sem fæddur er 2010, en sá hluti nautanna sem á nægjanlega margar dætur til að kynbótamatið hafi náð tilskyldu öryggi mun koma til dóms. Það ræðst því á fundi fagráðs hvaða naut verða tekin til frekari notkunar á næstu mánuðum.
Lesa meira