Nautgriparækt fréttir

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í febrúar 2017

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni nú í febrúar hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um hádegisbilið þ. 13. mars, höfðu skýrslur borist frá 570 búum. Reiknuð meðalnyt 24.739,4 árskúa á þessum búum, var 6.040 kg
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar 2017

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni nú í nýliðnum janúar hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu eftir hádegið þ. 13. febrúar, höfðu skýrslur borist frá 568 búum. Reiknuð meðalnyt 24.688,4 árskúa á þessum búum, var 6.057 kg á síðustu 12 mánuðum. Meðalfjöldi árskúa á búunum sem tölum hafði verið skilað frá á fyrrnefndum tíma, var 43,5 á tímabilinu.
Lesa meira

Ársuppgjör - niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2016

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2016 hafa verið reiknaðar og birtar hér á vef okkar. Hér á eftir verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu. Þeir framleiðendur sem skiluðu upplýsingum um afurðir kúa sinna á nýliðnu ári voru 575 en á árinu 2015 voru þeir 580. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 24.999,2 árskýr skiluðu 6.129 kg nyt að meðaltali. Það er afurðaaukning um 278 kg frá árinu 2015
Lesa meira

Verð á mjólk til bænda hækkar um 1,24 kr/l. þann 1. jan. 2017

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið samhljóða ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækki um 1,7% hinn 1. janúar nk. Afurðastöðvaverð til bænda hækkar um 1,24 kr. á lítra mjólkur, úr 86,16 kr. í 87,40 kr. Þá hækkar vinnslu- og dreifingarkostnaður mjólkur um 1,51 kr. á lítra mjólkur.
Lesa meira

Nýir búvörusamningar taka gildi um áramót

Um áramót taka gildi nýir búvörusamningar og taka nýjar reglugerðir í tengslum við samningana taka gildi frá og með næstu áramótum þegar búvörulög taka gildi. Stjórnartíðindi hafa birt reglugerðir nr. 1151/2016 um stuðning við sauðfjárrækt og reglugerð nr. 1150/2016 um stuðning við nautgriparækt. Á næstunni birtast reglugerðir um stuðning við garðyrkju, stuðning við almennan stuðning við landbúnað og breytingarrreglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. Í reglugerðinni um almennan stuðning við landbúnað koma m.a. fram ákvæði um nýliðunarstuðning, jarðræktarstyrki, landgreiðslur og stuðning við aðlögun að lífrænum landbúnaði.
Lesa meira

Fjögur ungnaut úr 2015 árgangi tilbúin til dreifingar

Nú eru komnar upplýsingar um fjögur ný óreynd naut úr 2015 árgangi á nautaskra.net. Þetta eru eftirtalin fjögur naut; Spaðaás 15037 frá Syðri-Bægisá í Öxnadal undan Laufási 08003 og Stöku 474 Ófeigsdóttur 02016, Knörr 15038 frá Naustum í Eyrarsveit undan Flekk 08029 og Laufu 329 Koladóttur 06003, Gnýr 15040 frá Gerðum í Flóa undan Sandi 07014 og Gná 547 Laufássdóttur 08003 og Þyrnir 15041 frá Hlöðum í Hörgársveit undan Kletti 08030 og Þrílit 641 Ófeigsdóttur 02016.
Lesa meira

Þátttaka í afurðaskýrsluhaldi forsenda stuðningsgreiðslna

Skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum á næsta ári, þ.e. bein- og gripagreiðslum, greiðslum út á kjötframleiðslu og fjárfestingastuðningi, er þátttaka í afurðaskýrsluhaldi. Fyrir þá sem nú þegar eru í skýrsluhaldi er um minni háttar breytingar að ræða en þeir sem utan þess standa þurfa að hefja skýrsluhald til þess að njóta stuðnings. Athygli er vakin á því að þeir mjólkurframleiðendur sem ekki eru í skýrsluhaldi og allir framleiðendur nautakjöts (utan þeirra sem eru mjólkurframleiðendur og í skýrsluhaldi nú þegar) þurfa að tilkynna um þátttöku til Matvælastofnunar, Búnaðarstofu fyrir 27. desember n.k. í þjónustugátt MAST.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í nóvember 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum nóvember hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu eftir hádegið þ. 12. desember, höfðu skýrslur borist frá 91% af þeim búum sem skráð voru til þátttöku en þau voru 567. Reiknuð meðalnyt 22.953,9 árskúa á þessum 91% búanna, var 6.194 kg
Lesa meira

Tarfurinn kynbótapakki - nú er rétti tíminn að panta

Hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er boðið upp á gerð kynbótaáætlana og hafa fleiri og fleiri kúabændur áttað sig á gagnsemi þess að láta gera slíka áætlun fyrir sig. Þessi þjónusta RML er tvíþætt og er annars vegar greining á hjörðinni og hins vegar pörunaráætlun.
Lesa meira

Fjögur ný naut í útsendingu úr 2015 árgangi

Nú eru komnar upplýsingar um fjögur ný óreynd naut úr 2015 árgangi á nautaskra.net. Þetta eru eftirtalin fjögur naut; Búálfur 15026 frá Naustum í Eyrarsveit undan Kletti 08030 og Búbót 204 Hlauparadóttur 04010, Grani 15030 frá Syðri-Gróf í Flóa undan Toppi 07046 og Ljómalind 519 Flóadóttur 02029, Dreki 15031 frá Bessastöðum á Heggstaðanesi undan Sandi 07014 og Systu 368 Síríusardóttur 02032 og Uni 15034 frá Breiðavaði í Eiðaþinghá undan Flekk 08029 og Bollu 553 Bambadóttur 08049.
Lesa meira