Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Um áramót taka gildi nýir búvörusamningar og taka nýjar reglugerðir í tengslum við samningana taka gildi frá og með næstu áramótum þegar búvörulög taka gildi. Stjórnartíðindi hafa birt reglugerðir nr. 1151/2016 um stuðning við sauðfjárrækt og reglugerð nr. 1150/2016 um stuðning við nautgriparækt. Á næstunni birtast reglugerðir um stuðning við garðyrkju, stuðning við almennan stuðning við landbúnað og breytingarrreglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. Í reglugerðinni um almennan stuðning við landbúnað koma m.a. fram ákvæði um nýliðunarstuðning, jarðræktarstyrki, landgreiðslur og stuðning við aðlögun að lífrænum landbúnaði.
Skilyrði fyrir greiðslum eru m.a. skil á haustskýrslu (forðagæslu) og þátttaka í afurðaskýrsluhaldi, þ.m.t. kúabænda í kjötframleiðslu. Í HUPPU, skýrsluhaldskerfi BÍ í nautgriparækt, hafa verið útbúin sérstök mánaðarleg skýrsluskil fyrir kjötframleiðendur sem eru ekki í mjólkurframleiðslu og ekki þiggjendur beingreiðslna í mjólk. Þeir bændur sem eru ekki nú þegar þátttakendur í afurðaskýrsluhaldi (í mjólk og kjötframleiðslu) þurftu að ganga frá sérstöku eyðublaði á þjónustugátt Matvælastofnunar (www.mast.is) eigi síðar en 28. desember sl.
Rétt er að vekja athygli á því að bændur sem hafa verið þátttakendur í afurðaskýrsluhaldi í mjólk með fullnægjandi skilum, hafa skilað haustskýrslu á réttum tíma og hafa fylgt reglum um einstaklingsmerkingar skv. reglugerð um merkingar búfjár nr. 916/2012 ættu ekki að finna fyrir auknum kröfum með nýjum búvörusamningum.
Í reglugerð um stuðning við nautgriparækt er að finna ákvæði varðandi greiðslumark næsta árs sem ákveðið hefur verið 144 milljónir lítra sem er aukning um 5,88%. Þá inniheldur reglugerðin ákvæði um beingreiðslur, gripagreiðslur og annan stuðning, m.a. út á kjötframleiðslu.
Reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt kveður á um fullnægjandi þátttöku í skýrsluhaldi þar sem m.a. er tekið fram að vorbók skuli skila eigi síðar en 20. ágúst á skýrsluhaldsári og haustbók eigi síðar en 12. desember á skýrsluhaldsári. Þá er að finna ákvæði um fyrirkomulag stuðningsgreiðslna í reglugerðinni eins og beingreiðslur, ráðstöfun fjármuna til ullarnýtingar og svæðisbundinn stuðning.
Sjá nánar:
Reglugerð nr. 1150/2016 um stuðning við nautgriparækt
Reglugerð nr. 1151/2016 um stuðning við sauðfjárrækt
/gj