Nautgriparækt fréttir

Vefjasýnataka úr 7.500 nautgripum að fara í fullan gang

Undanfarin misseri hefur á vettvangi Bændasamtaka Íslands, í samstarfi við Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóla Íslands, verið unnið við undirbúning að mögulegri innleiðingu á erfðamengisúrvali í íslenskri nautgriparækt. Fyrsta hluta þess undirbúnings er um það bil að ljúka, en hann felst í greiningu á ýmsum þáttum er varða erfðafræðilega stöðu stofnsins, skyldleika hans við önnur kúakyn o.s.frv.
Lesa meira

Fjögur ný ungnaut úr 2016 árgangi í dreifingu

Nú eru fjögur ungnaut fædd 2016 að koma til dreifingar frá Nautastöð BÍ á Hesti. Um er að ræða Glám 16010 frá Ytri-Tjörnum í Eyjafirði undan Toppi 07046 og Bleik 840 Áradóttur 04043, Jarfa 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð undan Bamba 08049 og Völku 743 Stílsdóttur 04041, Búra 16017 frá Hvanneyri í Andakíl undan Bláma 07058 og Snúru 1569 Úranusdóttur 10081 og Róður 16019 frá Stóra-Dunhaga í Hörgárdal undan Keipi 07054 og Þrumu 451 Lykilsdóttur 02003. Þetta eru fyrstu synir Bláma 07058 og Keips 07054 sem koma til dreifingar.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í júlí 2017

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í júlí síðastliðnum, hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu fyrir hádegið þann 11. ágúst, höfðu skýrslur borist frá 560 búum. Reiknuð meðalnyt 24.910,4 árskúa á þessum búum, var 6.093 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í júní 2017

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum júní, hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu fyrir hádegið þann 11. júlí, höfðu skýrslur borist frá 551 búi. Reiknuð meðalnyt 25.162 árskúa á þessum búum, var 6.091 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í maí 2017

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni nú í maí síðastliðnum, hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu fyrir hádegið þann 12. júní, höfðu skýrslur borist frá 554 búum. Reiknuð meðalnyt 24.448,5 árskúa á þessum búum, var 6.069 kg á síðustu 12 mánuðum og hafði aukist um 23 kg.
Lesa meira

EUROP-kjötmat nautgripa tekur gildi 1. júlí n.k.

Frá og með 1. júlí n.k. mun nýtt matskerfi fyrir nautgripakjöt, EUROP-mat, taka gildi. EUROP-matið gefur kost á nákvæmari flokkun en það séríslenska kerfi sem hefur verið í notkun síðan 1994. EUROP-matið er 15 flokka kerfi, annars vegar flokkun í holdfyllingu, hins vegar í fitu. Talað er um fimm aðalflokka í hvoru tilviki. Holdfyllingarflokkarnir eru auðkenndir með bókstöfunum E U R O P, þar sem E er best og P lakast. Fituflokkarnir eru auðkenndir með tölustöfunum 1 2 3 4 5 eftir aukinni fitu. Auk þessa er hægt að skipta hverjum flokki í þrjá undirflokka með plús og mínus (efri, miðju, neðri), t.d. O+, O, O- í holdfyllingu og 2+, 2, 2- í fitu.
Lesa meira

Nýtt kynbótamat og fimm ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum s.l. mánudag (29. maí) að setja fimm ný reynd naut í notkun í kjölfar keyrslu á kynbótamati í maí. Eitt þessara nauta er úr 2010 árgangnum en hin fjögur eru fædd 2011. Þessi naut eru Mörsugur 10097 frá Geirakoti í Flóa, undan Skurði 02012 og Carmen 449 Áradóttur 04043, Kunningi 11002 frá Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum, undan Flóa 02029 og Götu 377 Stígsdóttur 97010, Gýmir 11007 frá Berustöðum í Ásahreppi, undan Ás 02048 og Flekku 378 Stöðulsdóttur 05001, Stólpi 11011 frá Litla-Ármóti í Flóa, undan Lykli 02003 og Styttu 606 Stílsdóttur 04041 og Skalli 11023 frá Steinnýjarstöðum á Skaga, undan Gylli 03007 og Góð 255 Fontsdóttur 98027.
Lesa meira

Tölur um búfjárfjölda og fóðurforða 2016

Matvælastofnun hefur lokið gagnasöfnun og birt hagtölur í landbúnaði um búfjárfjölda og fóðurforða fyrir árið 2016. Um beina gagnasöfnun er að ræða þar sem búfjáreigendur/umráðamenn búfjár skrá upplýsingar um fjölda búfjár, forða og landstærðir í gagnagrunn Matvælastofnunar, Bústofn.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl 2017

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum apríl, hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu fyrir hádegið þann 11. maí, höfðu skýrslur borist frá 564 búum. Reiknuð meðalnyt 24.817,4 árskúa á þessum búum, var 6.046 kg
Lesa meira

Til athugunar vegna skýrsluhalds og greiðslna í nautgriparækt

Við vekjum athygli á því að skýsluhald í nautgriparækt er skilyrði fyrir öllum greiðslum samkvæmt samningi starfsskilyrði nautgriparæktar. Matvælastofnun mun um næstu mánaðamót fresta greiðslum til þeirra sem ekki hafa gert full skil fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins og til grundvallar eru lögð skil á svokölluðu lögbundnu skýrsluhaldi.
Lesa meira