Nautgriparækt fréttir

Viðurkenning fyrir besta nautið fætt 2009 afhent

Á aðalfundi Nautgriparæktarfélags Hrunamanna 28. apríl 2017 á Flúðum var viðurkenning fyrir besta naut fætt árið 2009 frá Nautastöð Bændasamtaka Íslands afhent. Að þessu sinni hlaut kynbótanautið Bolti 09021 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi nafnbótina en ræktendur hans eru Fjóla I. Kjartansdóttir og Sigurði Ágústsson, bændur í Birtingaholti 4. Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðarmaður nautgriparæktar hjá RML afhenti Fjólu Kjartansdóttur viðurkenninguna og við það tækifæri var meðfylgjandi mynd tekin.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í mars 2017

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í marsmánuði sem nú er nýliðinn, hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til fljótlega eftir hádegið þann 11. apríl, höfðu skýrslur borist frá 570 búum. Reiknuð meðalnyt 24.914,4 árskúa á þessum búum, var 6.037 kg
Lesa meira

Norrænn fundur um skýrsluhald í nautgriparækt

Í gær funduðu og báru saman bækur sínar varðandi skýrsluhald í nautgriparækt ráðunautar frá Norðurlöndunum og Eistlandi. Fundurinn fór að þessu sinni fram á Selfossi en þessi hópur hittist einu sinni á ári og flyst fundurinn landa á milli. Á fundinum er farið yfir stöðu skýrsluhaldsmála í hverju landi fyrir sig, farið yfir nýjungar og þau vandamál sem við er að eiga auk þess sem möguleikar og kostir aukins samstarfs og samvinnu eru ræddir.
Lesa meira

RML á aðalfundi Landssambands kúabænda

Aðalfundur Landsamband kúabænda var haldinn á Hótel Kea á Akureyri dagana 24. og 25. mars. Eins og undanfarin ár var Fagþing í nautgriparækt haldið á sama tíma, eða eftir hádegi þann 24. mars. Margt var um manninn en veðrið hafði þó sitt að segja og voru þó nokkuð margir gestir sem ekki komust vegna veðurs.
Lesa meira

Kúabændur á Vesturlandi

Námskeið í ,,Beiðslisgreiningu og frjósemi mjólkurkúa“ verður haldið í húsakynnum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri (Salur: Höfði á 3ju hæð) „ miðvikudaginn 5. apríl n.k. - ef næg þátttaka fæst. Lágmarksfjöldi þátttakenda er 10. Á námskeiðinu munu Þorsteinn Ólafsson stöðvardýralæknir Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands á Hesti fjalla ítarlega um frjósemi mjólkurkúa, -s.s. beiðslirgreiningu og ýmsa tengda þætti , - og Gunnar Guðmundsson, fóðurráðgjafi hjá RML fjalla um ,,Fóðrun og frjósemi“.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í febrúar 2017

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni nú í febrúar hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um hádegisbilið þ. 13. mars, höfðu skýrslur borist frá 570 búum. Reiknuð meðalnyt 24.739,4 árskúa á þessum búum, var 6.040 kg
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar 2017

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni nú í nýliðnum janúar hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu eftir hádegið þ. 13. febrúar, höfðu skýrslur borist frá 568 búum. Reiknuð meðalnyt 24.688,4 árskúa á þessum búum, var 6.057 kg á síðustu 12 mánuðum. Meðalfjöldi árskúa á búunum sem tölum hafði verið skilað frá á fyrrnefndum tíma, var 43,5 á tímabilinu.
Lesa meira

Ársuppgjör - niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2016

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2016 hafa verið reiknaðar og birtar hér á vef okkar. Hér á eftir verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu. Þeir framleiðendur sem skiluðu upplýsingum um afurðir kúa sinna á nýliðnu ári voru 575 en á árinu 2015 voru þeir 580. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 24.999,2 árskýr skiluðu 6.129 kg nyt að meðaltali. Það er afurðaaukning um 278 kg frá árinu 2015
Lesa meira

Verð á mjólk til bænda hækkar um 1,24 kr/l. þann 1. jan. 2017

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið samhljóða ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækki um 1,7% hinn 1. janúar nk. Afurðastöðvaverð til bænda hækkar um 1,24 kr. á lítra mjólkur, úr 86,16 kr. í 87,40 kr. Þá hækkar vinnslu- og dreifingarkostnaður mjólkur um 1,51 kr. á lítra mjólkur.
Lesa meira

Nýir búvörusamningar taka gildi um áramót

Um áramót taka gildi nýir búvörusamningar og taka nýjar reglugerðir í tengslum við samningana taka gildi frá og með næstu áramótum þegar búvörulög taka gildi. Stjórnartíðindi hafa birt reglugerðir nr. 1151/2016 um stuðning við sauðfjárrækt og reglugerð nr. 1150/2016 um stuðning við nautgriparækt. Á næstunni birtast reglugerðir um stuðning við garðyrkju, stuðning við almennan stuðning við landbúnað og breytingarrreglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. Í reglugerðinni um almennan stuðning við landbúnað koma m.a. fram ákvæði um nýliðunarstuðning, jarðræktarstyrki, landgreiðslur og stuðning við aðlögun að lífrænum landbúnaði.
Lesa meira