Viðurkenning fyrir besta nautið fætt 2009 afhent
01.05.2017
Á aðalfundi Nautgriparæktarfélags Hrunamanna 28. apríl 2017 á Flúðum var viðurkenning fyrir besta naut fætt árið 2009 frá Nautastöð Bændasamtaka Íslands afhent. Að þessu sinni hlaut kynbótanautið Bolti 09021 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi nafnbótina en ræktendur hans eru Fjóla I. Kjartansdóttir og Sigurði Ágústsson, bændur í Birtingaholti 4. Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðarmaður nautgriparæktar hjá RML afhenti Fjólu Kjartansdóttur viðurkenninguna og við það tækifæri var meðfylgjandi mynd tekin.
Lesa meira