Fjögur ný naut í útsendingu úr 2015 árgangi

Grani 15030
Grani 15030

Nú eru komnar upplýsingar um fjögur ný óreynd naut úr 2015 árgangi á nautaskra.net. Þetta eru eftirtalin fjögur naut; Búálfur 15026 frá Naustum í Eyrarsveit undan Kletti 08030 og Búbót 204 Hlauparadóttur 04010, Grani 15030 frá Syðri-Gróf í Flóa undan Toppi 07046 og Ljómalind 519 Flóadóttur 02029, Dreki 15031 frá Bessastöðum á Heggstaðanesi undan Sandi 07014 og Systu 368 Síríusardóttur 02032 og Uni 15034 frá Breiðavaði í Eiðaþinghá undan Flekk 08029 og Bollu 553 Bambadóttur 08049.

Dreifng úr þessum nautum er nýhafin á einstaka svæðum en á öðrum svæðum bíða þeir næstu áfyllingar hjá frjótæknum. Að venju eru gefin út spjöld með sambærilegum upplýsingum. Þau fara til dreifingar innan tíðar og ættu að berast bændum á allra næstu dögum. Einnig eru þessi spjöld birt á nautaskra.net sem pdf-skjöl til skoðunar og útprentunar ef menn kjósa svo.

/gj