Sauðfjárrækt fréttir

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2013

Um alllangt skeið hefur verið stuðlað að því að bændur „skeri úr“ veturgömlu hrútunum á grunni afkvæmarannsókna m.t.t. skrokkgæða. Óhætt er að fullyrða að þar sem vel hefur verið að verki staðið hafa afkvæmarannsóknir skilað bændum ræktunarframförum í bættum vöðvavexti og minni fitu.
Lesa meira

Af sauðfjárskólanum

Nú er búið að halda tvo fundi af sjö í „Sauðfjárskóla RML“ sem er fundaröð fyrir sauðfjárbændur og er nú haldið úti á fjórum stöðum á Suðurlandi og á einum í Skagafirði. Alls eru 89 sauðfjárbú skráð í skólann og geta verið allt að þrír þátttakendur frá hverju búi. Skráðir þátttakendur eru 154, þar af 82 karlar og 72 konur og hefur fundasókn verið mjög góð.
Lesa meira