Sauðfjárrækt fréttir

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt

Eitt af skilyrðunum fyrir þátttöku í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu er að hafa sótt undirbúningsnámskeið. Fyrirhugað er að halda slík námskeið dagana 10. – 14. nóvember nk. Fjöldi og staðsetning námskeiða verða ákveðin með tilliti til þátttöku.
Lesa meira

Sauðfjárdómarar stilla saman strengi

Þriðjudaginn 2. september var haldið undirbúningsnámskeið fyrir nýja sauðfjárdómara. Daginn eftir var síðan dagskrá fyrir alla dómara sem koma að ómmælingum og stigun lamba á komandi hausti en sá hópur telur rétt um 40 manns. Verklegar æfingar fóru fram á Böðvarshólum á Vatnsnesi en þar er öll aðstaða til fyrirmyndar.
Lesa meira

Dagatal sauðfjárdóma 2014

Verið er að leggja lokahönd á niðurröðum lambadóma miðað við þær pantanir sem hafa borist. Upplýsingar birtast undir Dagatali sauðfjárdóma 2014 um leið og þær eru tilbúnar.
Lesa meira

Kynbótamat sæðishrúta 2014

Kynbótamat sæðishrúta sem voru í notkun veturinn 2013-2014 hefur verið sett hér á heimasíðuna ásamt stuttri umfjöllun um kynbótamat hvers og eins hrúts.
Lesa meira

Kynbótamat fyrir frjósemi uppfært

Búið er að uppfæra kynbótamat fyrir frjósemi hjá sauðfé, en gögn frá vorin 2014 sem búið var að skrá í gagnagrunninn um mánaðarmótin júlí/ágúst náðu inn í útreikninginn. Haustbækur fara í prentun núna í vikunni og fara berast til bænda um og uppúr næstu helgi.
Lesa meira

Pantanir vegna sauðfjárskoðunar 2014

Þann 16. júní hófst mótttaka á pöntunum fyrir sauðfjárskoðun komandi hausts hjá RML. Eftirfarandi punktar eru til upplýsinga um fyrirkomulagið:
Lesa meira

Morgunstund gefur gull í mund

Vorið 2014 var mjög gott og sauðburður gekk víðast hvar vel að teknu tilliti til tíðarfars samanborið við undangengin vor. Núna er það heyskapur sem stendur yfir en hann gengur misvel sökum tíðarfars. Sauðfjárbændur hafa verið duglegir að ganga frá upplýsingum um sauðburð í Fjárvís en rétt er að minna bændur á að nýta rigningardagana til að ljúka við vorskýrsluhaldið. Líkt og gert var fyrir ári síðan var kynbótamat fyrir frjósemi sem tók mið af vorgögnum reiknað áður en haustbækur voru sendar út og mæltist það vel fyrir hjá bændum.
Lesa meira

Gæðastýrð sauðfjárframleiðsla - Undirbúningsnámskeið

Fyrirhugað er að halda námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt en eitt af skilyrðum fyrir þátttöku í gæðastýringu er að hafa sótt undirbúningsnámskeið. Staðsetning námskeiðanna og fjöldi verður ákveðinn með tilliti til þátttöku. Gert er ráð fyrir að námskeiðin fari fram dagana 18. – 20. júní næstkomandi. Námskeið verða svo aftur í boði seinna á þessu ári.
Lesa meira

Óskað eftir sauðfjárdómurum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins óskar eftir fólki sem hefur áhuga á að vinna við sauðfjárdóma næsta haust. Um er að ræða tímabundið verkefni í september og október 2014. Gerð er krafa um að viðkomandi hafi lokið háskólagráðu í búvísindum. Undantekning er þó gerð ef viðkomandi hefur starfsreynslu sem sauðfjárdómari.
Lesa meira

Verðlaunareglur og nýr úrvalslisti í sauðfjárrækt

Tilgangurinn með verðlaunaveitingum og birtingu úrvalslista yfir þá sem skara fram úr er að efla menn til dáða, skapa viðmið og eitthvað til að stefna að. Mikilvægt er að slíkar verðlaunaveitingar séu í takt við stefnuna í sauðfjárræktinni hverju sinni og sem einfaldastar í framkvæmd.
Lesa meira