Stigahæstu lambhrútarnir og öflugustu gimbrahóparnir

Niðurstöður lambadóma voru betri í haust en áður hefur verið. Meðaltöl bakvöðvamælinga eru hærri en fyrr. Meðalhrútlambið í haust mældist með 29,4 mm bakvöðva sem er 0,2 mm meira en haustið 2012 en þá voru hrútlömbin jafnframt heldur þyngri. Meðal lambhrúturinn í haust stigaðist upp á 83,6 en á síðasta ári var nánast sami fjöldi hrúta með meðal stig upp á 83,2.

Í töflu 1 er yfirlit yfir 10 efstu lambhrúta landsins. Sá efsti, sem ber nafnið Dólgur frá Víðikeri í Bárðardal hlýtur þann hæsta dóm sem nokkur lambhrútur hefur áður fengið eða 90,5 stig.

Tafla 1. Hæst stiguð lambhrútarnir haustið 2014

Alls 1.750 hrútlömb fengu 86 stig eða meira. Tengill inn á þann lista er hér neðst í fréttinni. Allir birtir dómar eru samkvæmt skráðum dómum í Fjárvís.is. Hrútlömbum er raðað eftir heildarstigum, síðan eftir því sem kalla má gerð eða samanlögðum stigum fyrir frampart, bak og afturpart, síðan eftir bakvöðvaþykkt, þá fituþykkt yfir bakvöðva og síðan lögun vöðvans.

Margir glæsilegir gimbrahópar voru skoðaðir og víða var meðalbakvöðvaþykkt þeirra yfir 30 mm. Að jafnaði var þykkasti bakvöðvinn á Akri í A-Húnavatnssýslu eða 33,3 mm. Á 9 búum var meðaltalið yfir 32 mm:

Akur, Húnvatnshreppi, A-Hún.      33,3 mm
Mýrar 2, Hrútafirði, V-Hún.     32,4 mm
Árholt, Tjörnesi, S-Þing.      32,4 mm
Urriðaá, Miðfirði, V-Hún.      32,3 mm
Ingjaldsstaðir, Þingeyjarsveit, S-Þing.     32,3 mm
Ártún, Nesjum, A-Skaft.      32,2 mm
Raftholt, Holtum, Rang.      32,1 mm
Holt, Þistilfirði, N-Þing.      32,0 mm
Snartarstaðir, Núpasveit N-Þing      32,0 mm

 

Sjá nánar: 

Fimm hæststiguðu lambhrútar í hverri sýslu 

Allir lambhrútar með 86 stig eða fleiri 

Gimbrahópar þar sem skoðaðar voru 50 gimbrar eða fleir og meðal bakvövði var 27 mm eða meiri 

ee/okg