Sauðfjársæðingar 2014-2015

Bósi 08-901
Bósi 08-901

Fyrir rúmri viku síðan lauk sæðistöku hjá sauðfjársæðingarstöðvunum þetta árið. Alls voru sendir út um 44.000 sæðisskammtar nú í desember. Þó er ljóst að nýting á útsendu sæði verður talsvert lakari í ár en undanfarin ár þar sem veðurfar var oft rysjótt. Flugi víða um land var oft aflýst og eins var víða ófærð landleiðina. Meira var um pantanir á sæði en undanfarin ár. Ætla má að sæddar ær á landinu þetta árið séu á bilinu 26 - 28 þúsund.

Úr 17 hrútum voru sendir út 1000 sæðisskammtar eða fleiri þetta árið. Líkt og í fyrra voru það sömu hrútar sem voru vinsælastir og fengu mesta notkun eða þeir Bósi 08-901 og Saumur 12-915. Báðir með útsendingu uppá rúmlega 2300 skammta. Af kollóttum hrútum var það Heydalur 09-929 frá Heydalsá (G.S.) sem var vinsælastur með 1500 skammta.

Bændur eru hvattir til að skrá sæðingar í skýrsluhaldskerfið sem fyrst séu þeir ekki búnir að því nú þegar.

Hrútar sem meira en 1000 skammtar voru sendir út úr í desember 2014:
Hyrndir:
Saumur 12-915 frá Ytri-Skógum, Eyjafjöllum (2327 skammtar)
Bósi 08-901 frá Þóroddsstöðum, Hrútafirði (2324 skammtar)
Kölski 10-920 frá Svínafelli (Víðihlíð), Öræfasveit (2065 skammtar)
Jóker 12-924 frá Laxárdal, Þistilfirði (1795 skammtar)
Hvati 13-926 frá Hesti, Borgarfirði (1762 skammtar)
Garri 11-908 frá Stóra-Vatnshorni, Haukadal (1715 skammtar)
Tjaldur 11-922 frá Sandfellshaga 2, Öxarfirði (1635 skammtar)
Danni 12-923 frá Sveinungsvík, Þistilfirði (1555 skammtar)
Höfðingi 10-919 frá Leiðólfsstöðum, Laxárdal (1540 skammtar)
Vetur 12-914 frá Hesti, Borgarfirði (1300 skammtar)
Lækur 13-928 frá Ytri-Skógum, Eyjafjöllum (1240 skammtar)
Bekri 12-911 frá Hesti, Borgarfirði (1164 skammtar)
Hængur 10-903 frá Geirmundarstöðum, Skarðsströnd (1119 skammtar)
Salamon 10-906 frá Hömrum, Grundarfirði (1080 skammtar)
Kjarni 13-927 frá Brúnastöðum, Fljótum (1045 skammtar)
Kollóttir:
Heydalur 09-929 frá Heydalsá (G.S), Steingrímsfirði (1500 skammtar)
Sproti 12-936 frá Melum 2, Árneshreppi (1040 skammtar)

/eib