Sauðfjárrækt fréttir

Afkvæmarannsóknir á hrútum haustið 2014

Á tveim síðustu áratugum hafa orðið undraverðar framfarir í kjötgæðum hjá íslensku sauðfé, öðru fremur vegna markviss ræktunarstarfs á því sviði. Við upphaf þessa tímabils komu tvö feikilega mikilvirk tæki til notkunar, fyrst ómsjáin 1990 og síðan EUROP-kjötmatið 1998. Þegar breytingin á kjötmatinu kom þá bárum við gæfu til að sameina afurðir þessara tveggja verkfæra í eitt vopn, afkvæmarannsóknir tengdar kjötgæðum hrúta. Viðbrögð bænda við þessum breytingum urðu mjög jákvæðar og fjölmargir þeirra tóku strax þátt í þessu starfi. Þarna byggðum við á eldri grunni frá traustu skýrsluhaldi og dreifðum afkvæmarannsóknum sem áður hafði verið unnið að um áratuga skeið.
Lesa meira

Sauðfjársæðingar 2014-2015

Fyrir rúmri viku síðan lauk sæðistöku hjá sauðfjársæðingarstöðvunum þetta árið. Alls voru sendir út um 44.000 sæðisskammtar núna í desember. Þó er ljóst að nýting á útsendu sæði verður talsvert lakari í ár en undanfarin ár þar sem veðurfar var oft rysjótt. Flugi víða um land var oft aflýst og eins var víða ófærð landleiðina. Meira var um pantanir á sæði en undanfarin ár. Ætla má að sæddar ær á landinu þetta árið séu á bilinu 26 – 28 þúsund.
Lesa meira

Stigahæstu lambhrútarnir og öflugustu gimbrahóparnir

Niðurstöður lambadóma voru betri í haust en áður hefur verið. Meðaltöl bakvöðvamælinga eru hærri en fyrr. Meðalhrútlambið í haust mældist með 29,4 mm bakvöðva sem er 0,2 mm meira en haustið 2012 en þá voru hrútlömbin jafnframt heldur þyngri. Meðal lambhrúturinn í haust stigaðist upp á 83,6 en á síðasta ári var nánast sami fjöldi hrúta með meðal stig upp á 83,2.
Lesa meira

Þátttaka í lambaskoðunum - Flest lömb skoðuð í Strandasýslu

Í haust voru skoðuð 83.771 lamb. Þar af voru fullstigaðir 15.022 hrútar og 68.112 gimbrar voru mældar. Þetta er svipaður fjöldi hrútlamba og í fyrra en gimbrarnar eru aðeins færri, en þær voru 71.832 þá. Hér er miðað við skráð dóma í Fjárvís.is. Tafla 1 sýnir þróun í skoðun hrútlamba frá árinu 2010.
Lesa meira

Notkun sæðinga eftir svæðum

Þessa dagana er mikið að gerast í fjárhúsum landsins því víða eru menn að leita að blæsma ám til að sæða og þar með leggja grunn að næstu kynslóð kynbótagripa á búum sínum. Þátttaka í sæðingum er þó mjög breytileg eftir landsvæðum en á landsvísu hefur hún verið um 8% undanfarin ár sé miðað við fjölda kinda í skýrsluhaldi.
Lesa meira

Skil skýrsluhaldsgagna í sauðfjárrækt

Síðasti skiladagur skýrsluhaldsgagna í sauðfjárrækt vegna ársins 2014 er 31. desember nk. Skilin eru mánuði fyrr en fyrir ári síðan og er breytingin tilkomin vegna breytinga á reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu.
Lesa meira

Hrútaskráin 2014-15 væntanleg - komin á vefinn

Loks hillir undir að "jólabók" sauðfjárræktenda líti dagsins ljós en hún er væntanleg úr prentun um miðja næstu viku eða rétt fyrir kynningarfundi búnaðarsambandanna um hrútakost sauðfjársæðingastöðvanna. Fundirnir hefjast eins og auglýst hefur verið fimmtudaginn 20. nóvember n.k. Fyrir þá sem eru orðnir spenntir og geta alls ekki beðið verður vefútgáfan sett hér á vefinn um eða rétt upp úr kl. 8.00 í fyrramálið.
Lesa meira

Sæðingastöðvahrútar 2014-2015

Nú liggur fyrir hvaða hrútar verða á sæðingastöðvunum næsta vetur og hvernig þeir skiptast milli stöðvanna. Frekari upplýsingar um hvern og einn bíða svo hrútaskrár sem kemur út um miðjan nóvember.
Lesa meira

Skoðun hrútlamba og afkvæmarannsóknir fyrir sæðingastöðvar haustið 2014

Niðurstöður úr skoðun sona sæðingastöðvahrútanna haustið 2014 hafa verið teknar saman fyrir allt landið. Jafnframt hefur verið tekið saman yfirlit um afkvæmarannsóknir sem unnar voru fyrir sæðingastöðvarnar núna í haust.
Lesa meira

Styrkir vegna afkvæmarannsókna í sauðfjárrækt

Líkt og undanfarin ár geta bændur fengið styrk út á afkvæmarannsóknir á hrútum en verkefnið er styrkt af fagfé sauðfjársamnings. Skilyrðin eru eftirfarandi: Í samanburðinum þurfa að vera a.m.k. 5 veturgamlir hrútar (fæddir 2013). Sjálfsagt er að hafa eldri hrúta með í uppgjörinu ef þeir eru samanburðarhæfir.
Lesa meira