Sauðfjárrækt fréttir

Stigahæstu lambhrútarnir og öflugustu gimbrahóparnir

Niðurstöður lambadóma voru betri í haust en áður hefur verið. Meðaltöl bakvöðvamælinga eru hærri en fyrr. Meðalhrútlambið í haust mældist með 29,4 mm bakvöðva sem er 0,2 mm meira en haustið 2012 en þá voru hrútlömbin jafnframt heldur þyngri. Meðal lambhrúturinn í haust stigaðist upp á 83,6 en á síðasta ári var nánast sami fjöldi hrúta með meðal stig upp á 83,2.
Lesa meira

Þátttaka í lambaskoðunum - Flest lömb skoðuð í Strandasýslu

Í haust voru skoðuð 83.771 lamb. Þar af voru fullstigaðir 15.022 hrútar og 68.112 gimbrar voru mældar. Þetta er svipaður fjöldi hrútlamba og í fyrra en gimbrarnar eru aðeins færri, en þær voru 71.832 þá. Hér er miðað við skráð dóma í Fjárvís.is. Tafla 1 sýnir þróun í skoðun hrútlamba frá árinu 2010.
Lesa meira

Notkun sæðinga eftir svæðum

Þessa dagana er mikið að gerast í fjárhúsum landsins því víða eru menn að leita að blæsma ám til að sæða og þar með leggja grunn að næstu kynslóð kynbótagripa á búum sínum. Þátttaka í sæðingum er þó mjög breytileg eftir landsvæðum en á landsvísu hefur hún verið um 8% undanfarin ár sé miðað við fjölda kinda í skýrsluhaldi.
Lesa meira

Skil skýrsluhaldsgagna í sauðfjárrækt

Síðasti skiladagur skýrsluhaldsgagna í sauðfjárrækt vegna ársins 2014 er 31. desember nk. Skilin eru mánuði fyrr en fyrir ári síðan og er breytingin tilkomin vegna breytinga á reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu.
Lesa meira

Hrútaskráin 2014-15 væntanleg - komin á vefinn

Loks hillir undir að "jólabók" sauðfjárræktenda líti dagsins ljós en hún er væntanleg úr prentun um miðja næstu viku eða rétt fyrir kynningarfundi búnaðarsambandanna um hrútakost sauðfjársæðingastöðvanna. Fundirnir hefjast eins og auglýst hefur verið fimmtudaginn 20. nóvember n.k. Fyrir þá sem eru orðnir spenntir og geta alls ekki beðið verður vefútgáfan sett hér á vefinn um eða rétt upp úr kl. 8.00 í fyrramálið.
Lesa meira

Sæðingastöðvahrútar 2014-2015

Nú liggur fyrir hvaða hrútar verða á sæðingastöðvunum næsta vetur og hvernig þeir skiptast milli stöðvanna. Frekari upplýsingar um hvern og einn bíða svo hrútaskrár sem kemur út um miðjan nóvember.
Lesa meira

Skoðun hrútlamba og afkvæmarannsóknir fyrir sæðingastöðvar haustið 2014

Niðurstöður úr skoðun sona sæðingastöðvahrútanna haustið 2014 hafa verið teknar saman fyrir allt landið. Jafnframt hefur verið tekið saman yfirlit um afkvæmarannsóknir sem unnar voru fyrir sæðingastöðvarnar núna í haust.
Lesa meira

Styrkir vegna afkvæmarannsókna í sauðfjárrækt

Líkt og undanfarin ár geta bændur fengið styrk út á afkvæmarannsóknir á hrútum en verkefnið er styrkt af fagfé sauðfjársamnings. Skilyrðin eru eftirfarandi: Í samanburðinum þurfa að vera a.m.k. 5 veturgamlir hrútar (fæddir 2013). Sjálfsagt er að hafa eldri hrúta með í uppgjörinu ef þeir eru samanburðarhæfir.
Lesa meira

Sauðfjárskólinn á Vesturlandi, Vestfjörðum og Reykjanesi

Allir sauðfjárbændur á svæðinu frá Reykjanesi til Vestfjarða eiga að hafa fengið bréf snemma í október þar sem þeim er boðið að taka þátt í námskeiðinu Sauðfjárskólanum sem RML stendur fyrir. Skráningar standa yfir og hefur skráningarfrestur verið framlengdur til mánudagsins 3. nóvember.
Lesa meira

Nýir sæðishrútar 2014-2015

Vali sæðishrúta er lokið þetta árið. Alls verða 21 nýr hrútur á stöðvunum næsta vetur. Á næstu dögum munu nánari upplýsingar um dóma lamba í haust birtast hér á heimasíðunni sem endar svo með útgáfu hrútaskrárinnar um miðjan nóvember.
Lesa meira