Sauðfjárrækt fréttir

Efstu hrútar í kynbótamati

Kynbótamat sauðfjár hefur verið uppfært og lesið inn í skýrsluhaldsgagnagrunninn líkt og getið var um í frétt fyrir nokkru síðan.
Lesa meira

Kynbótamat sauðfjár 2014

Kynbótamat sauðfjár hefur nú verið uppfært miðað við niðurstöður skýrsluhaldsins árið 2013. Uppfært mat er aðgengilegt á Fjárvísi. Við endurútreikninginn núna voru grunnhópar kynbótamatsins skilgreindir á sama veg fyrir alla eiginleika. Þannig þýðir einkunnin 100 núna meðalkynbótamat fyrir gögn síðustu 10 ára eða frá 2004-2013. Breytingarnar eru óverulegar fyrir dætraeiginleikana, frjósemi og mjólkurlagni þar sem grunnhópar fyrir þá voru áður skilgreindir á sama hátt.
Lesa meira

Hrútaverðlaun sauðfjársæðingastöðvanna 2014

Við lok aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda voru veitt verðlaun sæðingastöðvanna fyrir besta lambaföðurinn starfsárið 2012-2013 og fyrir mesta alhliða kynbótahrútinn 2014. Faghópur sauðfjárræktar ákveður hvaða hrútar eru valdir ár hvert. Ás 09-877 frá Skriðu fékk verðlaun sem besti lambafaðirinn og Kjarkur 08-840 frá Ytri-Skógum fékk verðlaun sem mesti alhliða kynbótahrúturinn.
Lesa meira

Auknar afurðir - grunnráðgjöf í sauðfjárrækt

Ráðgjafarpakki í sauðfjárrækt sem nefnist, „Auknar afurðir “, stendur nú sauðfjáreigendum til boða. Þetta er grunnráðgjöf fyrir sauðfjárbændur til að fá betri sýn yfir þróun afurða sauðfjár á eigin búi. Ráðgjöfin er í stuttu máli þannig að ráðunautur gerir yfirlitsskýrslu um þróun afurða á búinu nokkur ár aftur í tímann þar sem niðurstöður skýrsluhalds eru tengdar við krónur og meðalafurðaverð frá liðnu hausti.
Lesa meira

Skýrsluhald í sauðfjárrækt 2013 - meðalverðslíkan

Uppgjöri sauðfjárræktarinnar fyrir árið 2013 lauk að mestu fyrir mánuði síðan. Í mörg ár hefur einungis tíðkast að birta niðurstöður þess sem afurðir eftir kind, reiknaðar í kílóum kjöts. Nú hafa skýrsluhaldsgögnin verið greind með meðalverðslíkani til að skoða áhrif einstakra þátta á meðalverð og þá afurðir, taldar í krónum eftir hverja vetrarfóðraða á.
Lesa meira

Fjárhúsbyggingar og vinnuhagræði

Einn af þeim ráðgjafarpökkum sem sauðfjárbændum stendur til boða inniheldur ráðgjöf varðandi fjárhúsbyggingar og vinnuhagræði. Markmiðið með honum er að veita ráðgjöf um breytingar á aðstöðu eða við hönnun nýbygginga fyrir sauðfé. Umsjón með þessu verkefni hefur ráðunauturinn, bóndinn og húsasmiðurinn Sigurður Þór Guðmundsson.
Lesa meira

Mjólkurvörur úr sauðamjólk

Landssamtök sauðfjárbænda hafa sett af stað verkefnið "Sauðamjólk" í samvinnu við RML og Matís. Tilgangur þess er að hvetja til aukinnar sauðamjólkurframleiðslu og stuðla að auknu framboði afurða úr henni.
Lesa meira

Þjónusta fyrir sauðfjárbændur

Sauðfjárræktarráðunautar RML hafa undanfarið unnið að gerð nokkurra ráðgjafarpakka í sauðfjárrækt. Fyrsti pakkinn sem er þjónustupakki hefur nú litið dagsins ljós, en markmið hans er að veita bændum grunnþjónustu á hagstæðu verði sem bæði felur í sér faglegar leiðbeiningar og aðstoð eða vöktun við ýmislegt sem bændur þurfa að standa skil á.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds í sauðfjárrækt 2013

Um helgina rann út skilafrestur í skýrsluhaldinu í sauðfjárræktinni vegna ársins 2013. Um helmingur bænda var búinn að skila inn gögnum í lok nóvember og síðustu vikur hefur það sem uppá vantaði verið að skila sér inn.
Lesa meira

Breytt vægi vöðva og fitu - Fréttir af fundi fagráðs í sauðfjárrækt

Á fundi fagráðs í sauðfjárrækt sem haldinn var fimmtudaginn 23. janúar sl. var samþykkt að vægi gerðar og fitu í heildareinkunn fyrir kjötgæði yrði jafnað og hvor eiginleiki hefði því 50% vægi.
Lesa meira