Starfsfólk RML aðstoðar við að svara könnun vegna ærdauða

Nokkuð hefur verið rætt og ritað um ærdauða að undanförnu og af þeim sökum hefur verið opnuð leið til að skrá vanhöld á sauðfé rafrænt með því að svara könnun þar að lútandi.

Bændur eru hvattir til að fara inn á bændatorgið á vefnum á slóðinni http://torg.bondi.is/notandi/ en þar undir má finna könnunina með því að velja Búnaðarstofu í valröndinni til vinstri og síðan undirliðinn Annað þar sem má finna lið sem heitir Ærdauði (http://torg.bondi.is/umsoknir/index/nyskra/tegund/5/). Þegar Ærdauði hefur verið valinn, þá þarf að smella á "Nýskrá" til að svara könnun um ærdauða í vetur og vor og einnig undanfarna vetur.

Leita má til starfsmanna Ráðgjafarmiðstöðvar Landbúnaðarins (RML), þeirra Árna B. Bragasonar í síma 516-5008, Sigurðar Kristjánssonar í síma 516-5043 og Steinunnar Önnu Halldórsdóttur í síma 516-5045 og þau aðstoða við að svara og skila könnuninni.

 

/sk