Leiðbeiningamyndbönd - FJARVIS.IS

Kynningarfundir fyrir skýrsluhaldskerfið Fjárvís, sem voru í apríl, gengu vel en alls mættu um 600 manns á þá fundi sem búið er að halda.
Eftir er að halda kynningarfund á Vestfjörðum og fer sá fundur fram í júníbyrjun.

Útbúin hafa verið nokkur kennslumyndbönd sem taka á helstu atriðum varðandi vorskráningu í Fjárvís og þau atriði sem notendur hafa mest spurt um síðustu vikurnar. Fleiri myndbönd verða útbúin seinna á árinu. Ef menn gefa sér tíma til að horfa á öll þessi myndbönd eiga menn að geta skráð vorupplýsingar 2015 í kerfið án hjálpar.
Tengla í myndböndin má finna hér á heimasíðunni. Eins er tengill á síðuna hér undir.
KENNSLUMYNDBÖND

Síðan er minnt á netfangið fjarvis@rml.is fyrir fyrirspurnir en eins er hægt að senda ábendingar gegnum kerfið en hnappur til slíks er neðst hægra megin á forsíðu Fjárvís.

/eib