Sauðfjárrækt fréttir

Notendahandbók Fjárvís

Leiðbeiningar fyrir skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt, Fjárvís hafa verið uppfærðar. Hér á heimasíðunni má nú finna fyrstu útgáfu að notendahandbók þar sem farið er yfir öll helstu atriði sem notendur þurfa að nota við vorskráningu. Í sumar verður svo unnið að því að bæta hausthlutanum við leiðbeiningarnar.
Lesa meira

Samningur við dýralækni

Nauðsynlegt er að bændur hafi samning við dýralækni um afhendingu sýklalyfja sbr. reglugerð þar um. Með þessum samningi fá þeir afhent sýklalyf frá dýralækni án undangenginnar greiningar, að öðrum kosti er dýralækni óheimilt að afhenda sýklalyf til bænda. Í Fjárvís undir valmyndinni „Notandi > Stillingar“ er sótt um rafrænan samning við dýralækni. Mælst er til þess að bændur sæki um samning við þann/þá dýralækna sem þeir eiga í viðskiptum við. Þegar smellt er á tengilinn „Sækja um samning við dýralækni“ opnast þessi valmynd:
Lesa meira

Námskeið í Fjárvís

Námskeiðin verða haldin sem hér segir: 20. apríl á Blönduósi, í sal búnaðarsambandsins, Húnabraut 13. 25. apríl á Sauðárkróki, í húsnæði Farskólans, Faxatorgi. 26. apríl á Ísafirði, hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12.
Lesa meira

Hrútaverðlaun sauðfjársæðingastöðvanna 2016

Á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda á föstudag voru veitt verðlaun sæðingastöðvanna fyrir besta lambaföðurinn starfsárið 2014-2015 og fyrir mesta alhliða kynbótahrútinn 2016. Faghópur sauðfjárræktar ákveður hvaða hrútar eru valdir ár hvert. Danni 12-923 frá Sveinungsvík fékk verðlaun sem besti lambafaðirinn og Rafall 09-881 frá Úthlíð fékk verðlaun sem mesti alhliða kynbótahrúturinn. Ræktendur hrútanna, sem verðlaunaðir voru, hlutu farandgripi sem Sigríður Kristjánsdóttir á Grund útbjó þegar þessar verðlaunaveitingar hófust árið 2009. Á meðfylgjandi myndum sem Sigurður Már Harðarson á Bændablaðinu tók af verðlaunahöfum ásamt Þórhildi Þorsteinsdóttur formanni Búnaðarsamtaka Vesturlands sem afhenti verðlaunin fyrir hönd sauðfjársæðingastöðvanna.
Lesa meira

Fjárvís námskeið á Hvanneyri og Selfossi falla niður

Fyrirhugað var að halda Fjárvís námskeið á Hvanneyri þann 22. mars nk. og á Selfossi þann 29. mars nk. en þar sem næg þátttaka fékkst ekki þá falla þau niður.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds 2015

Upplýsingar um niðurstöður skýrsluhalds í sauðfjárrækt árið 2015 eru núna aðgengilegar hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Sauðfjárbændur í Þingeyjarsýslum og Múlasýslum athugið

Við minnum á námskeiðið „Vorið“ þar sem fjallað er um fóðrun sauðfjár á vormánuðum, skipulag fóðuröflunar, mat á fóðurgæðum og margt fleira.
Lesa meira

Fjögur námskeið í Fjárvís

Námskeiðin verða haldin sem hér segir: 22. mars á Hvanneyri í Vaði, Ásgarði - Lbhí. 29. mars á Selfossi, í fundarsal skrifstofu Búnaðarsambandsins að Austurvegi 1. 30. mars á Hvolsvelli í Hvolsskóla. 31. mars á Kirkjubæjarklaustri í Kirkjubæjarskóla.
Lesa meira

Reiknivél fyrir bændur vegna nýrra búvörusamninga

RML hefur útbúið reiknivél fyrir bændur í excel þar sem unnt er að skoða áhrif nýrra búvörusamninga á tekjur búa sinna. Búið er að bæta inn útgáfu 3 sem er endurbætt frá útgáfu 2 og býður upp á að verðbólguálag sé sett á opinberar greiðslur.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds í sauðfjárrækt 2015

Uppgjöri skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir árið 2015 er að mestu lokið þó víða leynist ófrágengar „eftirlegukindur“ á nokkrum búum. Bændur er því minntir á að skil eru ekki fullnægjandi fyrr en haustgögnum er skilað og framleiðsluárið 2016 hefur opnast. Reiknaðar afurðir eftir hverja kind verða heldur minni en árið 2014 eða sem nemur tæpu kílói. Þar munar mestu um erfitt tíðarfar síðast vor sem leiddi af sér meiri vanhöld en færri lömb koma til nytja árið 2015 en undanfarin ár þó fjöldi fæddra lamba sé svipaður og síðustu ár.
Lesa meira