Sauðfjárrækt fréttir

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2015

Vakin er athygli á því að niðurstöður afkvæmarannsókna í sauðfjárrækt ásamt umfjöllunum eru aðgengilegar hér á vefnum. Jafnframt er birtur listi yfir þá hrúta sem gera mest útslag í afkvæmarannsóknum og umfjöllun um verkefnið, reglur og útreikninga.
Lesa meira

Námskeið í Fjárvís á Höfn í Hornafirði, Egilsstöðum og Húsavík.

Fyrirhuguð eru námskeið í Fjárvís á Höfn í Hornafirði, Egilsstöðum og á Húsavík. Fyrsta námskeiðið verður haldið 22. febrúar í Heppuskóla – Grunnskóla Hornafjarðar frá kl. 13:00-17:00. Annað námskeiðið verður haldið 23. febrúar á Egilsstöðum í húsnæði BsA/RML að Miðvangi 2-4 frá kl. 13:00-17:00. Ath. Þátttakendur á þessu námskeiði þurfa að koma með eigin tölvur.
Lesa meira

Uppgjör Fjárvís

Allt haustuppgjör sauðfjárræktarinnar var endurreiknað í gær. Í uppgjörinu voru villur sem núna er búið að laga. Áhrifin af villunum voru allvíðtæk og flestir notendur sjá breytingar á einkunnum hjá einstökum gripum á sínu búi.
Lesa meira

Sauðfjársæðingar 2015-2016

Í gær lauk sæðistöku hjá sauðfjársæðingarstöðvunum þetta árið. Alls voru sendir út rúmlega 48.000 sæðisskammtar nú í desember. Nýting þess ætti að verða talsvert betri en í fyrra og reikna má með að sæddar ær á landinu þetta árið verði rúmlega 30.000.
Lesa meira

Geitaskýrslur

Í gær fóru í póst skýrslur til þeirra geitfjárræktenda sem skráðir voru með geitur á búfjárskýrslu haustið 2014. Þar er óskað eftir gögnum fyrir framleiðsluárið 2014 til 2015.
Lesa meira

Haustuppgjör sauðfjár 2015

Haustuppgjör sauðfjár fyrir árið 2015 er nú aðgengilegt notendum á Fjárvís. Byrjað verður að prenta bækur eftir helgi fyrir þá sem það kjósa. Minnt er á að hægt er að nálgast vorbók sem PDF skjal með því að smella á „Skrá vorbók“ og velja „Prenta“ í titilrönd þar.
Lesa meira

Heimsókn frá Maine háskóla í Bandaríkjunum

Síðustu daga hafa verið í heimsókn hér á landi dýralæknir og ráðnautur sem starfa við háskólann í Maine í Bandaríkjunum – skólinn er á austurströndinni um 400 km norðan við Boston.
Lesa meira

Móttaka sæðispantana hafin á Austurlandi

Opnað hefur verið fyrir móttöku pantana á hrútasæði fyrir starfssvæði Búnaðarsambands Austurlands hér á heimasíðunni. Smella þarf á hnapp hér hægra megin á forsíðunni til að komast inn í pöntunarformið. Pantanir þurfa að berast í síðasta lagi kl. 12:00 daginn fyrir sæðingu.
Lesa meira

Móttaka sæðispantana hafin fyrir Skagfirðinga

Opnað hefur verið fyrir móttöku pantana á hrútasæði fyrir Skagafjörð hér á heimasíðunni. Smella þarf á hnapp hér hægra megin á forsíðunni til að komast inn í pöntunarformið.
Lesa meira

Hrútafundir - Vopnafjarðarfundurinn fellur niður

Breyting hefur verið gerð á dagskrá hrútafundanna sem auglýstir voru hér á vefnum í morgun. Í ljósi þess að BÍ boðar bændur á Austurlandi til fundar kl. 11:00 fimmtudaginn 26. nóv. var ákveðið að fella niður fyrirhugaðan „hrútafund“ á Síreksstöðum í Vopnafirði sem átti að vera á sama tíma.
Lesa meira