Sauðfjárrækt fréttir

Hrútafundir 2017

Búnaðarsamböndin standa fyrir kynningafundum á hrútaskránni um allt land. Á fundunum munu ráðunautar RML í sauðfjárrækt kynna hrútakost sæðingastöðvanna. Meðfylgjandi er yfirlit yfir fundina.
Lesa meira

Hrútaskrá 2017-18 er komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna fyrir 2017-2018 er komin á vefinn. Skráin er á hefðbundnu pdf-formi og hægt er nálgast hana undir "Kynbótastarf -> Sauðfjárrækt -> Hrútaskrá" eða með því að nota hlekkinn hér neðar. Við vonum að sauðfjárræktendur og aðrir áhugamenn um sauðfjárrækt njóti lesningarinnar þar til prentaða útgáfan kemur út í næstu viku.
Lesa meira

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt

Þeir sauðfjárræktendur sem lagt hafa upp með afkvæmaprófun á hrútum sínum eru hvattir til að ganga frá uppgjöri afkvæmarannsóknarinnar í Fjarvís.is sem fyrst og senda tilkynningu á ee@rml.is um að uppgjöri sé lokið. Tilkynningar þurfa helst að berast fyrir 1. des. Líkt og síðasta haust er veittur styrkur af fagfé sauðfjárræktarinnar á hvern veturgamlan hrút (hrútar fæddir 2016) sem prófaður er.
Lesa meira

Skoðun hrútlamba haustið 2017

Upplýsingar um skoðun hrútlamba undan sæðingastöðvahrútum nú í haust liggja fyrir og finna má upplýsingarnar í töflu sem fylgir með. Ómtölur í skjalinu eru leiðréttar fyrir lífþunga og gögnin miðast við skráða dóma í Fjárvís 31.10.2017.
Lesa meira

Átaksverkefni tengt rekstri sauðfjárbúa

Síðastliðinn vetur fór Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins af stað með átaksverkefni sem bar yfirskriftina „Auknar afurðir sauðfjár – tækifæri til betri reksturs“. Verkefnið var kynnt í nóvember og 44 sauðfjárbændur tóku þátt í því og voru flestir þátttakendur heimsóttir í mars-apríl.
Lesa meira

Útsending haustbóka 2017 og vinna við kynbótamat fyrir frjósemi

Undanfarin ár hefur verið kynbótamat fyrir frjósemi verið unnið áður en útsending haustbóka fer fram. Ljóst er að slíkt mun ekki nást í ár. Um síðustu áramót tók gildi reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1151/2016 þar sem kveðið er á um tvo formlega skiladaga gagna í sauðfjárrækt. Annars vegar er það skiladagur vorgagna þann 20. ágúst ár hvert og skiladagur haustgagna þann 12. desember ár hvert. Undanfarin ár hefur RML gefið út sérstakan skiladag vegna vinnu við kynbótamat en slíkt var ekki gert í ár til að valda síður misskilningi enda er núna einn formlegur skiladagur vorgagna sem ekki var áður til í reglugerð.
Lesa meira

Lambadómar - Opnað fyrir pantanir

Móttaka á pöntunum fyrir lambadóma er nú hafin. Fyrirkomulagið er með svipuðu sniði og síðustu ár, en best er að pantanir berist í gegnum heimasíðu RML (sjá flipa á heimasíðu) eða haft verði samband í síma 516-5000.
Lesa meira

Tölur um búfjárfjölda og fóðurforða 2016

Matvælastofnun hefur lokið gagnasöfnun og birt hagtölur í landbúnaði um búfjárfjölda og fóðurforða fyrir árið 2016. Um beina gagnasöfnun er að ræða þar sem búfjáreigendur/umráðamenn búfjár skrá upplýsingar um fjölda búfjár, forða og landstærðir í gagnagrunn Matvælastofnunar, Bústofn.
Lesa meira

Fræðslufundur um nýtingu sauða- og geitamjólkur

Fullyrða má að ónýtt sóknarfæri liggi í nýtingu sauða- og geitamjólkur hér á landi. Áhugi fyrir mjöltum og vinnslu úr mjólkinni er til staðar, enda möguleikarnir kannski meiri en nokkru sinni áður að bjóða heimaunnar landbúnaðarvörur nú þegar landið okkar er svo vinsæll áningarstaður ferðamanna. Þá er ekki vanþörf á því að skoða alla möguleika sem kunna að vera fyrir hendi í því að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði.
Lesa meira