Samdráttur í sauðfjársæðingum annað árið í röð
04.01.2019
Sauðfjársæðingavertíðinni lauk þann 21. desember síðastliðinn. Þá höfðu verið sendir út til sauðfjárbænda 27.077 skammtar af sæði. Frá Þorleifskoti fóru 16.005 skammtar en Borgarnesi 11.072 skammtar. Veturinn 2017 voru útsendir skammtar 33.200 og er þetta því um 18% samdráttur á milli ára og ef miðað er við árið 2016 þá er þetta um 40% samdráttur. Samdrátturinn virðist mismikill eftir landshlutum en hann er hvað mestur á Suðurlandi og Vesturlandi.
Lesa meira