Átaksverkefni tengt rekstri sauðfjárbúa

Síðastliðinn vetur fór Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins af stað með átaksverkefni sem bar yfirskriftina „Auknar afurðir sauðfjár – tækifæri til betri reksturs“. Verkefnið var kynnt í nóvember og 44 sauðfjárbændur tóku þátt í því og voru flestir þátttakendur heimsóttir í mars-apríl.

Verkefnið fólst í því að greina rekstur þátttökubúanna árin 2014-2015 sem og skýrsluhaldsgögn árin 2007-2016 og var farið yfir þá þætti sem mögulega mættu betur fara. Búunum var skipt í þrjá flokka eftir afkomu sem gaf hverju þátttökubúi stöðumat í samanburði við önnur þátttökubú. Í framhaldinu var reynt að meta hvar væru sóknarfæri í rekstrinum og jafnframt gafst tækifæri fara yfir marga búrekstrarlega þætti sem ýmislegt má læra af.

Formleg kynning á niðurstöðum verkefnisins fór fram á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í lok mars og hér geta áhugasamir fundið slóð með á upptöku á henni.

Upptaka á kynningu á átaksverkefni 

Unnið er að útfærslu á framhaldi þessa verkefnis sem unnin verður næsta vetur en það verður kynnt síðar.

msj/eib