Sauðfjárrækt fréttir

Nýtt rit LbhÍ: Fóðrun áa á meðgöngu

Við vekjum athygli á að út er komið rit Landbúnaðarháskóla Íslands nr. 79: Fóðrun áa á meðgöngu. Höfundur ritsins er Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent við LbhÍ og sauðfjárbóndi á Heiðarbæ í Þingvallasveit. Ritinu er ætlað að gefa leiðbeiningar um ýmis atriði varðandi fóðrun sauðfjár og er fjallað um nýlegar íslenskar tilraunir með fóðrun áa á meðgöngu og einnig tekin saman almennur fróðleikur um sama efni.
Lesa meira

Áhugaverðar greinar í Icelandic Agricultural Science

Þrjár fyrstu greinarnar í hefti 30/2017 af alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences voru að koma út. Þessar þrjár mjög áhugaverðu greinar fjalla um ólík efni og hægt er að nálgast þær allar með því að smella á tengil hér neðst í fréttinni.
Lesa meira

RML á landsfundi sauðfjárbænda

Á landsfundi sauðfjárbænda í Reykjavík í síðustu viku kynnti RML starfsemi sína sem tengist sauðfjárrækt með því að setja upp kynningarbás á seinni fundardeginum. Þar var fundargestum m.a. boðið að taka þátt í getraun þar sem spurt var um fáein atriði er tengjast ræktunarstarfinu.
Lesa meira

Burkni og Bekri verðlaunahrútar stöðvanna 2017

Í tengslum við aðalfund LS fór fram verðlaunaveiting sæðingastöðvanna fyrir besta lambafaðir stöðvanna framleiðsluárið 2015 til 2016 og mesta kynbótahrútinn árið 2017. Það eru ræktendur hrútanna sem hljóta verðlaunin. Valið á verðlaunahrútunum er í höndum faghóps sauðfjárræktar hjá RML.
Lesa meira

Kynbótamat sauðfjár 2017

Búið er að uppfæra kynbótamat sauðfjár þar sem afurðagögn frá árinu 2016 eru tekin með. Uppfært mat má nú finna inná Fjárvís.
Lesa meira

Fagráðstefna sauðfjárbænda

Í tengslum við aðalfund sauðfjárbænda 30. og 31. mars nk. verður fagráðstefna að loknum aðalfundi á föstudeginum. Dagskrá hennar fylgir hér
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds sauðfjár 2016

Uppgjöri skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir árið 2016 er að mestu lokið þó leynist ófrágengnar „eftirlegukindur“ á nokkrum búum. Bændur er því minntir á að skil eru ekki fullnægjandi fyrr en haustgögnum er skilað og framleiðsluárið 2017 hefur opnast. Frá og með síðustu áramótum eru fullnægjandi skil á afurðaskýrsluhaldi ein af forsendum þess að njóta stuðnings skv. reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt sem tók gildi um áramótin.
Lesa meira

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2016

Góð þátttaka var í afkvæmarannsóknum síðastliðið haust en 82 bú uppfylltu skilyrði afkvæmarannsókna. Meðal skilyrða var að hver hrútur þyrfti að hafa, að lágmarki, kjötmatsupplýsingar fyrir 15 afkvæmi og líflambadóma fyrir 8 afkvæmi af sama kyni. Skilyrði að í samanburðinum séu að lágmarki 5 hrútar og þar af 4 veturgamlir, en styrkur er eingöngu greiddur á veturgömlu hrútana.
Lesa meira

Sauðfjárbændur athugið - vegna breytinga á búvörusamningum

Nú um áramótin tóku gildi nýir búvörusamningar. Nánari útfærsla á framkvæmd þeirra má finna í reglugerð nr. 1151/2016 um stuðning við sauðfjárrækt. Frá og með nýliðnum áramótum er þátttaka í skýrsluhaldi skilyrði fyrir greiðslum. Skiladagur vorgagna verður 20. ágúst ár hvert og skal tilkynna framleiðanda fyrir 1. september ef hann stenst ekki skil og veita að hámarki fjögurra vikna frest.
Lesa meira

Að loknum sauðfjársæðingum 2016

Sauðfjársæðingar gengu að mestu vel fyrir sig þetta árið. Tíðin var yfirleitt hagstæði til sæðisflutninga en ekki náðist þó að senda sæði á Austurland alla daga sem þar átti að sæða og kemur það niður á þátttöku þar.
Lesa meira