Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt

Þeir sauðfjárræktendur sem lagt hafa upp með afkvæmaprófun á hrútum sínum eru hvattir til að ganga frá uppgjöri afkvæmarannsóknarinnar í Fjarvís.is sem fyrst og senda tilkynningu á ee@rml.is um að uppgjöri sé lokið. Tilkynningar þurfa helst að berast fyrir 1. des. Líkt og síðasta haust er veittur styrkur af fagfé sauðfjárræktarinnar á hvern veturgamlan hrút (hrútar fæddir 2016) sem prófaður er. Að lágmarki þurfa að vera 5 hrútar í samanburðinum og þar af a.m.k. 4 veturgamlir en ekki er um hámarksfjölda að ræða. Hver hrútur þarf að hafa að lágmarki 8 gimbrar (eða hrúta ef unnið er með hrútlömb) ómældar og stigaðar og 15 afkvæmi með kjötmat. Athuga þarf þegar uppgjör er vistað að nákvæmlega sömu hrútar séu á bak við líflambahlutann og kjötmatshlutann, fyrr verður heildarskýrslan ekki til.

Markvissar prófanir á veturgömlum hrútum er, líkt og bændur þekkja, skilvirk leið til þess að velja bestu gripina til áframhaldandi ræktunar m.t.t. skrokkgæða og bráðþroska. Að lokum er minnt á að nú er sá tími sem undirbúningur hefst fyrir næstu afkvæmaprófun og ræktendur hvattir til að framkvæma slíkt með markvissum hætti.

ee/okg