Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins standa í ágústmánuði fyrir fundaherferð með það markmið að hvetja til nýsköpunar í sveitum.
Aðalfyrirlesari fundanna er Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta og mun hann flytja erindi sem ber nafnið "Leiðin til sigurs".
Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins og NLR (Norsk Landbruksrådgiving) sem er ráðunautaþjónusta í eigu norskra bænda, standa fyrir bændaferð til Noregs dagana 7.-11. nóvember næstkomandi. Farið verður í heimsóknir til bænda, hlustað á fyrirlestra frá NLR um norskan landbúnað og að lokum farið á landbúnaðarsýningu.
Undanfarin tvö ár hefur orðið gríðarlegt verðfall á afurðastöðvaverði sauðfjárafurða og hefur það veikt mjög rekstrargrundvöll sauðfjárbúa. Þessi staða hefur mismunandi áhrif milli landssvæða, vegna mismunandi vægis sauðfjárræktar í atvinnulífi einstakra svæða. Flestum er þó ljóst að staðan sem nú er uppi er raunveruleg ógn við þau byggðalög sem reiða sig hvað mest á sauðfjárrækt sem atvinnugrein.