Sæðisdreifing úr Flekk 08029, Kletti 08030 og Bamba 08049

Eins og tilkynnt var í byrjun sumars er dreifing sæðis úr Flekk 08029, Kletti 08030 og Bamba 08030 háð takmörkunum  þannig að bændur eiga rétt á ákveðnum skammtafjölda úr þessum nautum miðað við fjölda árskúa. Við viljum þakka þau góðu viðbrögð og skilning sem þessi ráðstöfun hefur notið enda brugðið á þetta ráð með það að leiðarljósi að allir fái notið þessara nauta.

Nú er ljóst að sum bú hafa klárað sinn skammtafjölda úr einhverjum þessara nauta og þar með verða frjótæknar að hafna frekari notkun þeirra á viðkomandi búum. Við biðjum menn að sýna þessu skilning og muna að það er alls ekki við frjótækna að sakast. Við megum heldur ekki gleyma því að margir bændur hafa geymt sína skammta til notkunar í ákveðnar kýr og algjörlega óverjandi að þeir skammtar sem menn töldu sig eiga vísa séu uppurnir þegar til á að taka. Við skulum því gæta hófs og sýna þessari ráðstöfun skilning sem er eins og áður sagði einkum og sér í lagi tekin til þess að allir fái notið.

Fagráð í nautgriparækt og Nautastöð BÍ

/gj