Nú þarf að merkja alla nautgripi

Við viljum vekja athygli umráðamanna nautgripa á að reglugerð um merkingar búfjár hefur breytt á þann veg að að 2. málsgrein 6. greinar hefur verið felld brott. Málsgreinin hljóðaði þannig: Kálfar, sem slátrað er innan 20 daga frá fæðingu, skulu fluttir beint frá búinu í sláturhús og auðkenndir þannig að númer móður sé gefið upp við slátrun.

Þetta þýðir að merkja verður alla kálfa sem fæðast lifandi í bæði eyru innan 20 daga frá fæðingu hvort sem að þeim er slátrað nýfæddum eða þeir settir á til lífs.

Reglugerðarbreytinguna er að finna í Reglugerðasafni (www.reglugerd.is) eða með því að nota hlekkinn hér fyrir neðan.

Sjá nánar:

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 916/2012 um merkingar búfjár

/gj